Heilsuþrepin sjö 001Í síðasta pistli um heilsuþrepin sjö var stiklað á stóru hvernig við færumst niður hvert þrepið á fætur öðru og hvernig heilsan getur hnignað ef við hlustum ekki  á þau einkenni sem líkaminn sýnir okkur.

 

Líkaminn gefur okkur skilaboð um að hlusta, fara hægar, hvílast og vinna okkur út úr aðstæðum og það er okkar að hlusta og bregðast við þeim einkennum sem hann sýnir.

 

Næmleiki.

Næmleiki er það hugtak sem oft er notað yfir hversu móttækileg við erum fyrir hinum ýmsu kvillum. Hvar, hvernig og hversu mikil veikindi verða, ákvarðast af grunnheilsu hvers einstaklings.

Grunnheilsa er mismunandi eftir einstaklingum, fjölskyldum og jafnvel kynþáttum. Við þurfum að hafa í huga að hvert okkar hefur veikleika og styrkleika sem við erfum frá forfeðrum okkar. Einnig geta afleiðingar slysa og sjúkdóma raskað heilunarhæfileikum líkamans.

Við berum ábyrgð á eigin heilsu og hvernig við spilum úr því sem okkur eru fært í vöggugjöf. Við sjálf, en enginn annar getur endurheimt heilsuna fyrir okkur, alveg eins og við veljum okkur sjálf lífsstíl. Lífshættir, fæðuval, hreyfing og lífsviðhorf eru í okkar höndum.

Hver og einn verður að finna þá leið sem hentar honum best, valmöguleikarnir eru margir og því nauðsynlegt að vera meðvitaður um líkamlegt og andlegt ástand sitt og geta þá valið sína leið til betri heilsu á upplýstan hátt.

Nauðsynlegt er að læra að hlusta á líkamann sinn og nema skilaboð hans. Veikindi eru ekki alltaf neikvæð. Segja má að eðlilegt sé að veikjast 1-2 svar á ári. Það má líta svo á, að ónæmiskerfið sé í góðum leikfimitíma, nauðsynlegt er fyrir það að fá áreiti til að halda sér í formi.

 

Klifrað til baka upp þrepin sjö.

Margar leiðir eru að heildrænu heilbrigði. Hómópatísk heildarmeðferð er ein þeirra leiða sem geta komið að góðum notum við klifur þrepanna í átt að endurheimtum heilsunnar.

Lífsstílsbreytingar, meðvitund um eigin líðan, jákvæðni, þolinmæði og skynsemi, gerir klifið upp þrepin auðveldara, eitt þrep í einu.

Því fyrr sem við bregðumst við og breytum lífsháttum til batnaðar, því betra. Þetta klifur getur tekið tíma, en misjafnt er eftir einstaklingum og hversu lengi einstaklingur hefur frestað því að hlusta á einkenni sín, hve langan tíma tekur að vinna sig upp á næsta þrep.

Það þarf að taka jafnt á öllum fjórum meginþáttum heildrænnar heilsu, líkamlegum, andlegum, hugarfarslegum og tilfinningalegum. Allir meginþættirnir skipta máli á leið okkar að því jafnvægi sem stuðlar að betri heilsu. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu jafnvægi er líklegra að við stöndum af okkur kvilla og umgangspestir.

 

Læt hér að fylgja með reynslusögu frá 70 ára íslenskri konu sem segir frá reynslu sinni af notkun á hómópatískum remedíum.

“Ég greindist með ofvirkan skjaldkirtil fyrir 23 árum síðan. Ég gekk í gegnum þennan venjulega “prosess” og drakk geislavirkt joð til að stöðva virkni skjaldkirtilsins. Í framhaldi af því fór ég að taka thyroid þar sem virkni hans var ekki til staðar lengur. Ég tók thyroid töflurnar samviskulega daglega í 10 ár þar til ég hætti að þola þær. Ég fór að vakna upp á morgnanna með mikla vanlíðan. Það var búið að segja mér að ég yrði að taka töflurnar til æviloka. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Á þessum tíma var ég að læra hómópatíu og ákvað að prófa að hætta að taka thyroid og taka remedíu í staðinn sem örvaði skjaldkirtilinn til að fara að starfa á ný. Ég tók remedíuna daglega í 1 ár og hef ekki þurft á thyroid að halda síðustu 13 árin. Ég fer reglulega í blóðprufu og læt mæla virkni skjaldkirtilsins og hann hefur alltaf verið fyrir ofan viðmiðunarmörkin. Ég er mjög þakklát fyrir hómópatíuna hún hefur svo oft bjargað mér.” I.F.

 

Aldrei er of seint að snúa við, en fyrst og fremst þarf að taka þá ákvörðun um að vilja hjálpa sér sjálfur og gera þær breytingar sem til þarf. Þá fyrst fer árangur að sjást og uppskeran verður, betri heilsa.

Spurningar og svör – Spyr.is

 

Spurning 1

TakkÓjafnvægi í þarmaflóru gæti orsakað sólarexem www.htveir.is fyrir flotta pistla. Hefur þú einhver góð ráð við sólarexemi? Ég fæ ljót sár sem klæjar mikið í.

 

 

Svar frá htveir

Þakka ljúf orð. Eins og alltaf við hómópatíska meðferð þá er hver meðferð einstaklingmiðuð og því lítið hægt að segja til um hvað hentar þér einmitt best, nema heildarástand hafi verið skoðað. Það gæti verið um að ræða ójafnvægi í þarmaflórunni hjá þér þar sem að meltingarfæri og húð eru tengd líffæri, en það þyrfti að skoða heildrænt.

Gott gæti verið fyrir þig að notast við kókosolíu bæði til inntöku og sem áburð á húðina bæði fyrir og eftir veru í sólinni. Hér er góð samantekt um ágæti kókosolíu.

Sem skyndihjálp gæti verið gott að setja haframjöl í nælonsokk og setja hann við upp á kranann og láta vatnið renna í baðið í gegnum sokkinn með haframjölinu. Vatnið sem rennur í gegnum sokkinn leysir efni úr höfrunum út í baðvatnið, sem hafa róandi áhrif á húð. Setið er í baðinu í 15 mínútur.

Ég hef einnig heyrt af sólarvörn sem hefur reynst vel fyrir einstaklinga með sólarexem, hún kallast Aubrey og fæst í heilsuhúsinu.

 

Spurning 2

Hver er munurinn á því að taka thyroid daglega eða remediu daglega? En frábært ef konuninni líður betur, takk fyrir.

 

Svar frá htveir

Samkvæmt Lyfjahandbókinni eru listaðar fjöldi aukaverkana við lyfinu líkt og I.F. fór að finna fyrir eftir inntöku  þess í langan tíma. Hins vegar eru engin tilbúin kemísk efni í remedíunni heldur er um náttúruafurð að ræða án þekktra aukaverkana. Remedían vinnur ekki einungis á einkennum, líkt og á við um Thyroid, heldur stuðlar hún að því að koma á jafnvægi hjá einstaklingnum og líkaminn sjálfur leitast við að leiðrétta ástandið.
Remedía er eins og örlítill minnislykill sem inniheldur upplýsingar sem minna líkamann á heila heilsu. Hún er því hvati sem stuðlar að leiðréttingu á mildan hátt á meðan lyfið sem inniheldur stóra skammta af efnum er meira að slökkva á einkennum.

Því væri hægt að segja að annað væri leiðbeinandi og hitt þvingandi.

 

Spurning 3

Sæl Guðný og takk fyrir flottan pistil. Mig langar að spyrja þig aðeins út í frjókornaofnæmi, ég las einhverns staðar að þú sagðir að maður ætti að borða frjókornin. Getur þú frætt mig meira um það?

 

Svar frá htveir

Þakka ljúf orð. Hómópatía gengur út á þá grundvallarhugmynd að líkt lækni líkt. Þá er átt við að efni, sem í stórum skömmtum geta valdið ákveðnum einkennum, geti læknað þessi sömu eða lík einkenni í mjög litlum skömmtum.

Það hefur hjálpað mörgum að byggja upp þol fyrir frjókornum í andrúmsloftinu með inntöku á frjókornum í litlu magni og hafa þannig styrkt sig fyrir þeim einkennum sem fylgja frjókornaóþoli, jafnvel eru einstaklingar sem hafa algjörlega losnað við einkennin. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þessi aðferð hefur ekki reynst öllum vel og alltaf þarf að fara varlega.

Úr fyrri svörum:
“Sumir þola það að taka inn frjókorn, byrja smátt og auka magn hægt og rólega, t.d. mætti byrja á að setja 1 korn út í morgungrautinn og auka svo allt upp í 2 tsk., en nauðsynlegt er að fara varlega ef um slæmt ofnæmi er að ræða, þetta hentar alls ekki öllum.”

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Pistill var áður birtur á Spyr.is og spurningar komu frá lesendum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.