kossageit í andlitiKossageit, oft kölluð Hrúðurgeit, er sýking í húðinni sem oftast orsakast af streptókokkum. Sýking byrjar oftast út frá litlum sárum eða sprungum í húðinni og er mjög smitandi. Einkenni eru litlar blöðrur sem springa og vökvi vætlar úr og hrúður myndast. Útbrotin eru algengust í andliti og á höndum. Oft fylgir kláði og getur sýkingin breiðst út við að klóra sér. Margar litlar blöðrur geta runnið saman og myndast þá stórt svæði þakið hrúðri.

 

Vefjasöltin Kali sulphuricum og Natrum sulphuricum, í styrkleika 3x eða 6x, hafa einnig reynst mjög vel. Hægt er að taka þau ein og sér eða með hómópatískum remedíum. Séu vefjasöltin notuð með remedíum, skal stilla inntöku þeirra svo að allavega séu 30 mínútur á milli þess að þau og remedíur séu teknar inn. Gott er að taka inn vefjasöltin 2 sinnum á dag ef um kossageit er að ræða.

 

Hómópatía hefur reynst vel við Kossageit, hér að neðan eru nokkrar remedíur nefndar sem oft hafa hjálpað í slíkum tilfellum. Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

 

Antimonium crudum: Gæti átt við ef útbrot, sem líkjast blöðrum myndast í munnvikum og á nefi. Mikill kláði fylgir, sérstaklega eftir bað eða sturtu. Einstaklingurinn finnur fyrir kitlandi hita og brennandi verk í sárunum. Útskilnaður er gulleitur, þykkt hrúður myndast og getur sprungið. Tungan getur verið með þykkri, hvítri skán.

Hepar sulphuris: Gæti átt við ef útbrot eru á andliti, í hársverði og í húðfellingum og svæðið er mjög viðkvæmt við snertingu. Blaut áferð og vond lykt er af útbrotunum.

Mercurius: Gæti átt við ef útbrotin eru bólgin og rauð, í hársverði og á andliti. Einstaklingurinn svitnar og slefar mikið, hann er viðkvæmur og finnur mikinn sársauka. Útbrotin eru rök og kláði er til staðar. Grænleitt hrúður myndast eftir að blöðrurnar springa.

 

Nánari umfjöllun og fleiri remedíur eru teknar fyrir í bókinni Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, hægt er nálgast bókina í vefsölu www.htveir.is

 

Hreinlæti og góður handþvottur er mikilvægur og gott er að setja grisju yfir hrúðursvæðið svo síður sé klórað í og  smiti dreift.

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is

https://www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 


 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.