thuja

Hér er mynd af Thuju í sinni upprunalegu mynd í Grasagarðinum í Reykjavík, en þessa algengu plöntu er einnig að finna í flestum blómabúðum.

Thuja er unnin úr greinum algengrar sígrænnar plöntu, Thuja Occidentalis.

 

Remedían Thuja occidentalis er líklega sú remedía sem er best þekkt fyrir að meðhöndla vörtur. Thuja er talin henta vel við meðferð á hverskonar vörtum, allt frá frauðvörtum yfir í vörtur sem líkjast blómkáli. Vörturnar geta verið hvar sem er á líkamanum, verið margar saman eða ein og sér. Vörturnar eru oft rakar viðkomu og eiga það til að blæða.

 

Thuja – Börn

Barn sem þarf á Thuja að halda er oft lokað, dult og á það til að fela tilfinningar sínar fyrir foreldrum sínum. Börnin geta einnig verið hrædd við ókunnuga, leið eða pirruð og jafnvel reiðst útaf smámunum.  Þau geta átt erfitt með að sofna á kvöldin, pissa jafnvel undir á nóttunni og eiga oft sögu um eyrnabólgur eða astma. Börnin eru oft lystarlaus, sérstaklega á morgnanna eða þegar þau verða lasin.

Líður betur: Við hita • í fersku lofti • við snertingu • við kalda drykki

Líður verr: Við kulda • við kalt bað • við raka • með reglulegu millibili • um 15:00

 

Matur

Einstaklingar sem geta notið góðs af Thuja eru oft lystarlausir á morgnanna, en sólgnir í súkkulaði, salt, kaldan mat,kalda drykki og þyrstir á kvöldin.

Kjöt, kartöflur og laukur eða hvítlaukur er matur sem þeim hugnast ekki.

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.

www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.