Hypericum er unnin úr jurtinni Hypericum perfoliatum (St John’s wort), en jurtin er einnig kölluð Jónsmessurunni á íslensku.

photos.demandstudios.com_getty_article_79_212_178838884_XSHypericum er helst þekkt fyrir að meðhöndla einkenni sem tengjast TAUGUM og taugaendum og er tvímælalaust sú remedía sem hómópatanum dettur fyrst í hug þegar TAUGAVERKIR eru nefndir.

Remedían á því vel við ef til koma áverkar eða högg á taugasvæðum, eins og á tær, fingur, rófubein eða í munni líkt og við tannviðgerðir.

Verkirnir eru skjótandi og leiðandi líkt og rafbylgjur, með betri líðan ef nuddað er létt yfir verkjasvæðið, en verri við minnstu hreyfingu. Vísbending um notkun Hypericum er einnig að finna ef verkir virðast MEIRI en áverkinn gefur tilefni til.

Hómópatar nýta Hypericum einnig við miklu streituástandi og þöndum taugum, en jurtin hefur einmitt verið notuð í sama tilgangi sem urtaveig til inntöku þar sem hún er talin styrkjandi fyrir taugakerfið.

Hypericum er ómissandi í sjúkrakassann.

Líður betur:  Við nudd • við að halla höfði aftur • við að liggja á maganum

Líður verr:  Í loftlausu herbergi • við snertingu • við kulda • við minnstu hreyfingu

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.

www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.