Bryonia alba

Remedían Bryonia alba er unnin úr jurtinni White Bryony, sem vex vel í heitu og röku loftslagi. Jurtin hefur verið nýtt í lækningaskyni á margvíslegan hátt í hundruðir ára, en stóra skammta til inntöku ber að varast þar sem jurtin er talin eitruð. Þekkt er að Rómverjar til forna hafi nýtt sér jurtina og enski Grasalæknirinn Nicholas Culpeper, sem var uppi á 17.öld, hafi uppgötvaði jákvæð áhrif jurtarinnar á hverskonar hósta, slím í öndunarfærum og jafnvel þyngsl yfir brjósti.

Hómópatar þekkja jurtina í smáskömmtum sem remedíuna Bryonia. Remedían er einkum nýtt við HÓSTA, kvefi, FLENSUeinkennum, ásamt HÖFUÐ- og LIÐverkjum. Hóstinn er djúpur og ÞURR og jafnvel MJÖG SÁRT að hósta. LIÐIR eru SÁRIR og öll einkenni verða VERRI við HREYFINGU.

Ástand sem bendir til notkunar Bryonia þróast oftast hægt. Einstaklingurinn er slappur, hefur litla orku og vill ekki láta trufla sig. Remedían er talin passa best einstaklingum sem verða mjög viðkvæmir þegar þeir veikjast og vísbendinga er einnig að finna þegar þeir, sem öllu jafnan sýna af sér jafnaðargeð, verða önugir, pirraðir, frekir og jafnvel reiðir á meðan á veikindunum stendur. Mikill þorsti fylgir oft því ójafnvægi sem bendir til notkunar BRYONIA, ásamt vara- og augnþurrki.

Bryonia þykir einnig gagnleg við hægðartregðu eða magakrömpum.

Líður betur: Við kulda * við þrýsting * við hvíld * við að svitna * við ferskt loft

Líður verr: Við minnstu hreyfingu * við hita * við dragsúg * við heita bakstra * við áreiti * um 03:00 * um 09:00 * hægra megin

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.

www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.