Spongia er unnið úr ristuðum sjávarsvampi.spongia tosta

Spongia – Börn

Öndunarfæravandamál getur komið upp ef börnin verða of spennt.

Spongia – Fullorðnir

Hræðast köfnun og hjartasjúkdóma. Öndun þeirra er hæg og þau hafa tilfinningu um að svampur sé í hálsinum eða eins og að þau andi í gegnum svamp. Þeim finnst eins og þau geti ekki andað, vegna þess að þau þurfa að anda í gegnum eitthvað. Öll slímhimna er þurr, nef, munnur, barki. Í hóstaköstum verða þau að sitja uppi og finnst eins og brjóstholið ætli að springa. Stækkun á skjaldkirtli, hafa á tilfinningunni að eitthvað sé á lífi sem hreyfist í skjaldkirtilsaukanum. Eru frekar kulsækin.

Einkenni:

 

Einkenni eru verri við þurran, kaldan vind, eftir svefn, við áreynslu, fyrir miðnætti, í heitu herbergi, við þrústing, við kalda drykki, í fullu tungli, við að liggja á hægri hlið,við tóbaksreyk, við að borða sætindi.

Einkenni eru betri við heita drykki, við að halla sér fram, við að liggja með höfuð lærga en fætur, við hvíld, nema ef um öndunarfæravandamál er að ræða.

Hjartavandamál.
Ofvöxtur líffæra.
Skjaldkirtilsvandamál, augu eru útstæð.
Skjaldkirtill harður og bólginn með stingandi, kitlandi verk.
Eistu, hörð og bólgin með sárum, kreistandi verk.
Eistnabólga, t.d. þegar viðkomandi er með hettusótt.
Hæsi. Barkakýlisbólga, röddin breytist, verður djúp og rám.
Raddleysi, þurr munnur og tunga.
Hósti (Croup), sem er verri við áreynslu.
Bronkítis, sérstaklega hjá eldra fólki.
Asmi sem er þurr og flautandi.
Berklar.
Hálsbólga með hósta.
Kíghósti.

 

Matur:

Sækir í ljúfmeti, en líður verr við sætindin.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Comments are closed.

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.