Íslensk fjallagrös

Íslensk fjallagrös

Íslensk fjallagrös (Cetraria islandica) eru næringarrík, seðjandi og einstök til lækninga.

Blöð fjallagrasa eru mismunandi, þau eru oft brúnleit eða nær svört, mjó og rennulaga, eða þau geta verið blaðkennd og frekar breið, ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum. Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga og eru mjög næringarrík. Þau eru talin hafa mýkjandi og græðandi áhrif á slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi og styrkja ónæmiskerfið. Þau eru sýkladrepandi.

Uppistaðan í fjallagrösum eru u.þ.b. 40 – 50% slímkenndar fjölsykrur, sem þenjast út í snertingu við vatn og meltast í þörmunum. Algengt var hér áður fyrr að Íslendingar borðuðu fjallagrös til að sefa og fylla magann þegar hungursneyð geisaði og enginn annar matur var í boði.

Fjallagrös eru góð í ýmsan mat, t.d. brauð, grauta og te. Í bakstri fara þau vel saman við spelt. Mjög gott er að setja smávegis af fjallagrösum saman við haframjöl í hafragraut og hafa mulin fjallagrös saman við jurtateblöndur.

 

Fjallagrasate

 • 2 tsk fjallagrös
 • 2-3 dl vatn
 • Hunang, sítróna

Hellið sjóðandi vatni yfir grösin, látið standa undir loki í 10 mínútur. Bragðbætið með hunangi eða sítrónu.

 

Kvöldte með fjallagrösum

 • Mulin fjallagrös
 • Þurrmulin elfting
 • Þurrmöluð birkilauf og sprotar
 • Kerfilfræ eða þurrmulinn kerfill
 • Þurrkað blóðberg

Blandið jurtunum saman að jöfnum hlutum. Hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í nokkrar mínútur.

 

Fjallagrasasúpa

 • 1 pakki fjallagrös
 • ½ lítri vatn
 • ½ lítri mjólk
 • Salt, hunang

Setjið fjallagrösin í vatnið og látið suðuna koma upp. Bætið mjólkinni í. Takið af hellunni þegar sýður og látið standa í nokkrar mínútur. Saltið og bragðbætið með hunangi.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

 

One Response to Nýtum næringarrík íslensk fjallagrös

 1. admin says:

  Fjallagrasabrauð

  • 10 gr fjallagrös (um 2 lúkur)
  • vatn
  • 375 gr heilhveiti
  • 75 gr malað byggmjöl
  • 100 gr hafragrjón
  • 35 gr sólblómafræ
  • 2 msk pálmasykur eða hrásykur
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 5 dl mjólk (eða annar vökvi)
  Undirbúningur: 20 mínútur
  Baksturstími: 60 mínútur
  Leggðu fjallagrösin í bleyti í kalt vatn svo fljóti vel yfir.
  Blandaðu saman öllum þurrefnunum, heilhveiti, byggmjöli, hafragrjónum, sólblómafræjum, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.
  Hrærðu vel. 

Smurðu 2 lítil brauðform.
  Hitaðu nú ofninn í 190° undir og yfirhita, ekki nota blástur.
  Helltu vatninu af grösunum og grófsaxaðu þau. Blandaðu út í þurrefnablönduna.
  Blandaðu nú mjólkinni eða vökvanum saman við og hrærðu vel. Skiptu deiginu í formin og bakaðu neðarlega í ofninum í u.þ.b. eina klukkustund.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.