gönguhópur.auglýsingSú hefð að halda októbermánuð sem sérstakan Meistaramánuð virðist hafa fest sig í sessi og eru margir sem taka þessari áskorun fagnandi. Þetta skemmtilega átak er öllum opið og hver og einn setur sér markmið við hæfi þennan mánuð. Oftar en ekki snúast markmiðin um að efla heilsuna, líða betur og njóta lífsins, hvort heldur er með hreyfingu eða betra mataræði.  Við hjá Heildrænni heilsu styðjum þetta átak heilshugar, en ætlum ekki að láta staðar numið með markmiðasetingu fyrir október, heldur að halda áfram með okkar markmið í allan vetur.

Eitt af okkar markmiðum er regluleg hreyfing og því þykir okkur tilvalið að stofna gönguhóp til að fleiri geti notið með okkur. Góðir göngutúrar og notaleg samvera með öðrum sem hafa gaman af að hittast, spjalla og ganga saman er okkar markmið í vetur.

Við ætlum að ganga saman víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í 30 – 60 mínútur í senn.  Öllum er velkomið að koma og ganga með okkur og eru bæði börn og þægir hundar velkomnir með í göngurnar.  Við ætlum að hittast annan hvern miðvikudag kl. 17:30 og byrjum við fyrstu gönguna þann 5. nóvember.  Staðsetning hverrar göngu verður alltaf auglýst með góðum fyrirvara hér á heimasíðunni og á Facebook.

Komdu út að ganga með okkur í góðum skóm og hlýjum fatnaði !!

gönguskór

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.

www.htveir.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.