Við veltum sjaldan eða jafnvel aldrei fyrir okkur ferlinu sem á sér stað, frá því að við neytum fæðunnar og þar til að við skilum henni frá okkur. Hér lýsum við ferðalagi fæðunnar í stuttri hraðferð.

Munnur – kok – vélinda – magi – þarmar – ristill – endaþarmur.
Lengd meltingarfæranna frá munni til endaþarms er 8-9 metrar.

munnbiti - kartafla á gaffliMelting fæðu gengur út á að brjóta niður stórar sameindir í smáar.
Hún byrjar í munni þar sem hún er bleytt með munnvatni frá munnvatnskirtlum. Í munnvatninu er hvatinn Amýlasi sem brýtur niður sterkju.

Þaðan færist hún niður í kokið og niður í vélindað. Fæðan þrýstist niður í vélindað þegar kyngt er og þar taka við bylgjuhreyfingar sem orsakast vegna sléttra vöðvalaga sem dragast saman og slakna til skiptist.

MeltingarvegurinnÞessar bylgjuhreyfingar færa fæðuna áfram niður og ofan í maga. Til að fæðan komist ofan í magann, þá slaknar á hringvöðva, sem kallast magamunni og fæðan fær aðgang í einskonar poka sem gerður er úr þreföldu vöðvalagi sem að liggur þvert á annað og á því auðvelt með að mauka fæðuna. Maginn framleiðir magasýru sem drepur gerla og Pepsín sem brýtur niður prótein. Lítið frásog er í maganum.

Fæðan er nú orðin að mauki og fer þá í gegnum hringvöðva, sem að kallast portmunni, ofan í skeifugörn (ásgörn, dausgörn). Til skeifugarnar ganga göng frá brisi og gallblöðru. Brisið er tvöfaldur kirtill, (sem innkirtill framleiðir hann Insúlín), sem útkirtill framleiðir hann marga meltingarhvata t.d. Brisamýlasa sem brýtur niður fjölsykrur í tvísykrur, Trypsín sem brýtur niður fjölpeptíð í þrí- og tvípeptíð og Lípasi sem brýtur niður fitu í fitusýrur og Glyseról. Gallblaðran geymir gallið sem að lifrin framleiðir, gallið hefur það verkefni að brjóta niður fitubólur sem safnast í líkamanum.

Í smáþörmunum fer fram endanlegt niðurbrot fæðunnar. Tvísykrur eru brotnar niður í einsykrur meið hvötunum Maltasa, Súkrasa og Laktasa og Peptíðasar brjóta niður þrí- og tvípeptíð í amínósýrur. Í smáþörmunum eru þarmatotur sem þaktar eru þarmatítlum.

Nú er niðurbrot fæðunnar lokið og þarmatoturnar sjúga næringu úr maukinu og koma henni út í blóðið.

Það sem er eftir ómeltanlegt af maukinu s.s. tréni og ófrásoguð næringarefni, flyst áfram til ristils (risristill, þverristill, fallristill og bugðuristill). Í ristli frásogast vatn og næringarefni úr maukinu, hér lýkur ferli meltingar og kallast maukið, hægðir. Hægðirnar fara í gegnum tvo þrengivöðva á leið sinni í endaþarm og út úr líkamanum. Innri raufarþrengir, sem er sléttur vöðvi og ytri raufarþrengir sem er viljastýrður vöðvi og viðheldur samdráttarspennu þar til slakað er á honum með vilja.poop - teiknaður glaður kúkur

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.