Vatnsskortur er mun algengari en við höldum.

Vatnsglas í eyðimörkVið teljum, flest okkar, að við þurfum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af ofþornun. Þegar við hugsum um ofþornun dettur okkur oftast í hug myndir eða teiknimyndir af „ferðamanni skríðandi í eyðimörk í leit af vatnsdropa“. En við þurfum svo sannarlega ekki að vera stödd í slíku umhverfi til að líkamar okkur skorti vökva og þorni upp.

Það er nokkuð algengt að líkamar okkar þjáist af vatnsskorti og fæst okkar drekka nægilega mikið af vatni yfir daginn. Langvinnur vatnsskortur getur haft mikil áhrif á heilsu okkar og líkamlegt úthald. Hér fyrir neðan kemur fram hvernig vatnsskortur getur haft áhrif á ýmsa líkamlega kvilla sem við upplifum í daglegu lífi okkar.

Falleg vatnsglös, dehydration

 

Þreyta og orkuleysi – Ofþornun í vefjum líkamans veldur því að það hægist á allri virkni ensíma líkamans.
Ótímabær öldrun – Vökvamagn í líkama hvítvoðungs er um 80 prósent við fæðingu og hjá fullorðnum einstaklingi ætti staðan að vera um 70 prósent. Þetta hlutfall lækkar stöðugt með árunum og því er mikilvægt að við drögum ekki úr því að drekka nægjanlegan vökva.
Ofþyngd – Algengt er að við ruglum saman hungri og þorsta. Við grípum í eitthvað að maula, en ættum í raun að fá okkur vatnsglas. Ef líkamann skortir vökva og við misskiljum sífellt skilaboð hans um þorsta og bregðumst við með narti þá getum við endað í ofþyngd.
Blóðþrýstingsvandamál – vökvaskortur veldur því að blóðmagn líkamans er ekki nægjanlegt til að fylla allar æðar, slagæðar, bláæðar og háræðar og þar með er ekki stöðugt og jafnt blóðflæði.
Kólesteról – ofþornun veldur því að of mikill vökvi tæmist úr frumunum, líkaminn reynir að koma sér aftur í jafnvægi og stöðva vökvatap með því að framleiða meira kólesteról.
Hægðatregða – er tuggin fæða ferðast í ristilinn, inniheldur hún of mikinn vökva til að forma hægðirnar. Ristilveggirnir draga þá umframvökva til sín, en ef ofþornun er til staðar síast of mikill vökvi til annarra líffæra og hægðir verða þurrar, harðar og tregar.
Meltingartruflanir – Ef langvarandi þurrkur er til staðar í líkamanum, seytir líkaminn minna af örvandi meltingarsafa og veldur þannig truflun á meltingu.
Magabólga og magasár – Líkaminn myndar slímlög á veggi meltingarvegarins til að vernda slímhúðina fyrir offramleiðslu af of súrum meltingarvökva sem myndast af þurrki í líkamanum.
Öndunarfæravandamál – slímhúð öndunarfæranna þarf að vera örlítið rök til að vernda öndunarfærin fyrir ögnum sem gætu verið til staðar í innöndunarlofti. Slímhúðin þornar ef þurrkur er til staðar í líkamanum.
Ójafnvægi á sýrustigi (ph-gildi) – Ofþornun hægir á framleiðslu meltingarensíma sem draga úr sýrumyndun í meltingarvegi.
Exem – Líkaminn þarf nógan raka til svitamyndunar. Eðlilegt er að líkaminn nýti u.þ.b. 600–700 ml af vatni til að útskilnaðarefni í svitanum erti ekki húðina þegar hún svitnar og geti þannig myndað exem eða þurrkbletti.
Blöðrubólga og þvagfærasýkingar – Ef útskilnaðarefni í þvaginu eru ekki nægilega útþynnt með vökva, getur myndast sýking í slímhúð þvagfæranna.
Gigt – Ofþornun eykur óæskilegt hlutfall eiturefna í blóði og frumuvökva, stirðleiki og verkir geta þannig aukist í hlutfalli við úrgangsefni í líkamsvökvum.

 

Fullnægjandi vatnsneysla á dag:
Á degi hverjum tapar líkaminn vatni í gegnum öndun, svitamyndun, með þvagi og hægðum. Til að líkaminn geti verið í jafnvægi og starfað almennilega, er nauðsynlegt að gæta þess að hann sé nærður reglulega með neyslu drykkja og matvæla sem innihalda vatn. The Institute of Medicine telur að fullnægjandi dagleg vatnsdrykkja ætti að vera u.þ.b. 3 lítrar (13 bollar) fyrir karla og 2,2 lítrar (9 bollar) fyrir konur.

 

Drekkum vatn og meira vatn!!

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.