Basil, htveir.is, www.htveir.isBasil eða basilíka (Ocimum basilicum) er einær jurt af varablómaætt. Uppruni hennar er í Íran og á Indlandi og hefur hún verið ræktuð þar í þúsundir ára. Basilíka hefur mikið verið notuð sem lækningajurt, í matargerð og einnig á hún mikinn þátt í menningu ýmissa landa. Basilíka er t.d. talin helg jurt á Indlandi, á Ítalíu er hún jurt ástarinnar og í Rúmeníu færðu menn unnustum sínum basilíku þegar þeir báðu um hönd þeirra.

Basil er náttúrulegt sýklalyf, er sótthreinsandi og er sérstaklega gott fyrir meltingarkerfið. Það hefur reynst mörgum vel við ýmsum meltingarkvillum, eins og uppþembu, vindgangi og magakrömpum og einnig er það talið geta dregið úr ógleði. Það hefur bólgueyðandi eiginleika og getur reynst vel við bólgusjúkdómum í þörmum, þar með talið ristilbólgu, iðraólgu, Crohns og við glútenóþoli.

Basil er ríkt af magnesíum, sem hjálpar við slökun á vöðvum og æðum. Það styður við hjartaheilsu dregur úr óreglulegum hjartslætti og krömpum. Basil hefur einnig góð áhrif á taugakerfið, er vægt róandi og talið gott við pirringi, kvíða, þunglyndi og svefnleysi. Einnig er þekkt að nota basil við höfuðverkjum og mígreni. Basil er talið geta aukið mjólkurmyndun hjá mjólkandi mæðrum og einnig eru til heimilidr um að það hafi kynörvandi áhrif.

Basil er talið mjög bakteríudrepandi og veirueyðandi sem gerir það virkt gegn ýmsum bakteríusýkingum og einnig við sníkjudýrum í þörmum. Það dregur úr slímmyndun og gagnast við kvefi, flensu, og jafnvel ristli og herpessýkingum. Basil hefur einnig sveppadrepandi eiginleika sem hjálpar við gróanda sára og húðútbrota, við vörtum og skordýrabiti.

 

Basiláburður fyrir húðkvilla:

Myljið fersk Basillauf í kókosolíu og látið standa á frekar heitum stað í a.m.k. sólarhring.
Berið olíuna á sár eða á húðkvilla og vefjið með sáraumbúðum. Leyfið húðinni a draga í sig olíuna og endurtakið daglega.

 

Basilpestó, www.htveir.is

Basílíka er mikið notuð í mat víða um heim. Frægust er notkun hennar í miðjarhafsmatargerð þá sérstaklega ítalskri og suður franskri. Basílíka er notuð bæði þurrkuð og fersk, oftar þó notuð fersk því bragðist breytist mjög við þurrkunina og verður dauft. Hún geymist fersk í kæli í allt að viku, en hægt er að geyma hana ferska til lengri tíma í frysti eða í olíu og þá heldur hún bragðinu vel. Basílíka er frábær í salatið, í smoothies, í pestógerð, súpugerð og í ýmsa pottrétti. Mikilvægt er að bíða með að setja basilíkuna í réttinn þar til við lok eldunar þar sem hún tapar fljótt bragðinu við suðu.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.