Einkenni athyglisbrests og ofvirkni koma yfirleitt fram áður en grunnskólaganga hefst og er talið að um 5-10% barna glími við þennan vanda. Röskun í taugaþroska er talin valda ofvirkni og athyglisbresti og hafa einkennin víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagsþroska barnsins. Umgengni og umönnun við barn með athyglisbrest og ofvirkni getur verið krefjandi og hefur áhrif á alla fjölskylduna; foreldra, systkini, afa og ömmur.

IMG_1249

Einkennin felast helst í því að barn með athyglisbrest á erfitt með að einbeita sér að viðfangsefnum sínum, sérstaklega ef verkefnið krefst mikillar einbeitingar. Heimanámið reynist þeim oft mjög erfitt, þau eiga erfitt með að koma sér að verki, eru auðtrufluð og athyglin er flöktandi. Einnig geta þau verið gleymin, eiga erfitt með að skipuleggja verkefnin sín og taka illa við munnlegum fyrirmælum – sérstaklega ef mörg atriði eru nefnd í einni og sömu “ræðunni”. Við foreldrar barna með athyglisbrest þekkjum það vel að leita reglulega af ýmsu sem barnið hefur gleymt eða týnt, s.s. vettlingunum, húfunni, íþróttadótinu, skólatöskunni, heimaverkefnunum, símanum, stígvélunum eða nýju úlpunni!! Þetta stúss á sér stað oft á vetri og best er að láta þessa “gleymsku” barnsins ekki trufla dagsformið um of. Það yrði enginn hissa ef sjónskertu barni sem gleymdi gleraugunum sínum heima, gengi illa að passa upp á dótið sitt eða fylgjast með í kennslustund, því skóladagurinn býður upp á stöðugt áreiti og kröfur um skipulag og einbeitingu. Höfum það í huga að barnið með athyglisbrestinn er “gleraugnalaust” alla skóladaga ársins og þarfnast skilnings og aðstoðar.

Hvað hef ég gert til að hjálpa barninu mínu:

 • Mataræðið skiptir máli og hafa nýlegar rannsóknir vísindamanna sýnt fram á það að örverur í meltingarveginum geti haft áhrif á efnaskipti í heilanum. Við leggjum áherslu á heilbrigt og gott mataræði, án algengra ofnæmisvalda, sykurs, sætu- og aukaefna.
 • Góðir gerlar styðja við og stuðla að jafnvægi þarmaflórunnar.
 • Omega fitusýrur eru mikilvægar eðlilegri virkni heila og taugakerfis og hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á samhengi milli aukinnar inntöku omega-3 fitusýru og bættrar hegðunar barna með hegðunarvanda.
 • Sumir sérfræðingar halda því einnig fram að flest börn með athyglisbrest séu haldin mildum magnesíum skorti, en skortur á magnesíum hefur áhrif á flutning tauga- og vöðvaboða.
 • Einnig tökum við gott fjölvítamín svo tryggja megi næga inntöku snefilefna sem eru mikilvæg taugakerfinu og D-vítamín sem hefur almenn og jákvæð áhrif á heilsuna og leggur grunn að sterku ónæmiskerfi.
 • Heildrænar meðferðir á við Hómópatíu hafa gefist okkur mjög vel og umsögn frá skóla sagði til um “stórkostlegar framfarir” eftir slíka meðferð. Nýleg könnun á hómópatíumeðferð fyrir börn með ADHD hefur einnig leitt í ljós jákvæðar niðurstöður, þar sem þau börn sem fengu hómópatíumeðferð hlutu bætingu einkenna, miðað við þau börn sem fengu lyfleysu.

Hér finnur þú frekari upplýsingar um hómópatíu.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Hómópatía fyrir alla á Facebook

2 Responses to Athyglisbrestur og ofvirkni

 1. Guðrún Ólafsdóttir says:

  Fróðleg grein um ofvirkni og athyglisbrest. Hvernig er þetta varðandi fullorðna sem greinast á fullorðinsárum og almennt varðandi þessi börn þegar þau vaxa úr grasi. Er hægt að notast við þessi sömu ráð? Eða er eitthvað fleira í boði fyrir fullorðna?

 2. Guðrún Tinna Thorlacius says:

  Sæl Guðrún

  Já, þau ráð sem nefnd eru í greininni eiga ekki síður við um fullorðna einstaklinga greinda með athyglisbrest og gagnast öllum þeim sem vilja efla einbeitingu sína, athygli og vellíðan almennt. Fullorðnir einstaklingar með athyglisbrest eiga sumir hverjir langa sögu um árekstra við umhverfi sitt og geta verið fullir sjálfsefa eða kvíða og þarfnast því mikillar hvatningar og hróss. Fræðsla um athyglisbrest er talinn mikilvægur liður í að aðstoða fullorðna með vandann. Einstaklingurinn sér þá gjarnan sjálfan sig í öðru og betra ljósi og lærir jafnvel með tímanum að beita aðferðum til að lifa góðu lífi með einkennum sínum. Stuðningsmeðferðir á við viðtöl hjá sálfræðingum, hómópötum eða öðru fagfólki eru einnig talin mjög gagnleg. Sumir kjósa að leita til lækna og prufa lyfjagjöf. Frekari upplýsingar um börn og fullorða með athyglisbrest má einnig finna á heimasíðu ADHD samtakanna – http://www.adhd.is

  Með kveðju, Tinna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.