superthumbReynsla flestra er sú að mataræðið skipti máli og hafa nýlegar rannsóknir vísindamanna sýnt fram á það að örverur í meltingarveginum geti haft áhrif á efnaskipti í heilanum. Hvernig þetta gerist er ekki alveg ljóst, en talið er að Vagus-taugin (flökkutaugin), sem tengir meðal annars meltingarveginn við heilann, örvist af bakteríum í meltingarveginum. Þar af leiðandi getur gott jafnvægi þarmaflórunnar haft jákvæð áhrif á líðan, hugsanir og tilfinningar allra barna og fullorðinna, en gæti verið sérstaklega mikilvægt fyrir einstaklinga með athyglisbrest. Heilbrigt og gott mataræði, án algengra ofnæmisvalda, sykurs, sætu- og aukaefna er því mikilvægur liður í að aðstoða barnið, hjálpa því að líða betur og draga eins og kostur er úr hamlandi einkennum. Þessu til stuðnings má nefna að fjöldi rannsókna á áhrifum mataræðis á algeng einkenni athyglisbrests og ofvirkni hafa einnig gefið vísbendingar um hið sama.

Best er að setja sér fáar og einfaldar reglur sem fjölskyldan getur öll farið eftir – ekki bara barnið sem truflast af “slæmu” mataræði. Það er einfaldara en margir telja að sleppa mat sem barnið þolir illa eða inniheldur sykur og aukaefni. Verið dugleg að lesa innihaldslýsingar og leggið áherslu á heilbrigðan, trefjaríkan og óunnin mat. Sleppið öllu skyndifæði eða matvælum sem eru hugsanlegir ofnæmisvaldar, innihalda sykur, sætu- eða aukaefni.

Einnig er ráðlegt að taka inn vítamín og bætiefni sem efla heilsu og líðan. Góðir gerlar styðja við og stuðla að jafnvægi þarmaflórunnar í meltingaveginum og þar sem sykurneysla grefur undan þessu mikilvæga jafnvægi, er best að huga um leið að góðu, sykursnauðu mataræði.

iStock_000019174904_SmallOmega fitusýrur eru mikilvægar eðlilegri virkni heila og taugakefis og hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á samhengi milli aukinnar inntöku omega-3 fitusýru og bættrar hegðunar barna með hegðunarvanda. Rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að omega-3 fitusýra í vænum skömmtum gefi góða raun fyrir börn með athyglisbrest og geti dregið úr einkennum. Hugið vel að gæðum þeirra bætiefna og vítamína sem þið kaupið og að þau innihaldi ekki sætuefni, litarefni eða annarskonar fylliefni.

Sumir sérfræðingar halda því einnig fram að flest börn með athyglisbrest séu haldin mildum magnesíum skorti. Skortur á magnesíum hefur áhrif á flutning tauga- og vöðvaboða, sem getur komið fram sem pirringur, einbeitingaskortur, depurð, taugaspenna, ruglingur, svefnleysi, slök melting og samdráttarkrampar í vöðvum. Streita, lyfjaneysla, ofþjálfun og of mikið koffín eru allt atriði sem geta stuðlað að magnesíum skorti. Öll fjölskyldan gæti því notið góðs af daglegum skammti af auka magnesíum. Könnun meðal barna með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) sem tóku inn auka magnesíum, hefur sýnt fram á jákvæðar niðurstöður. Þau börn sem fengu magnesíum sýbrainfoodndu bætingu á hegðun, miðað við þau börn sem ekki tóku inn bætiefnið. Magnesíum er fáanlegt í töflu eða duftformi og munið einnig að velja bætiefni í góðum gæðum.

Einnig er ráðlegt að taka inn gott fjölvítamín svo tryggja megi næga inntöku snefilefna sem eru mikilvæg taugakerfinu og stuðla að sterku ónæmiskerfi og D-vítamín hefur almenn og jákvæð áhrif á heilsuna. Það styrkir ónæmiskerfið og er nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og uppbyggingu beina.

Þessar tillögur eru góð byrjun að betra mataræði sem nærir og hressi alla fjölskylduna.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.