kettlingarHómópatía hefur reynst mjög vel fyrir ketti, sem og önnur dýr. Verið meðvituð um einkennin sem dýrin sýna og gefið remedíur eftir því. Í þessari samantekt er einungis stiklað í gegnum örfá einkenni, en hómópatía getur hinsvegar hjálpað köttum við öll helstu vandamál sem þeir kunna að kljást við.

Hér eru nefndar örfáar remedíur sem gott er að hafa við hendina ef þú átt kött, þessi listi er ekki tæmandi.

 

Bráðaástand

Aconite napellus:  Er einkar gagnleg þegar um er að ræða hræðslur og áföll. Aconite gerir líka kraftaverk á fyrstu stigum sýkinga.

Arnica montana: Er bráðnauðsynleg þegar um slys og áverka er að ræða. Gagnast einkar vel þegar um er að ræða blæðingar undir húð (mar) eftir slys og hjálpar öllum mjúkvefjum. Ef notuð er Arnica olía eða Arnica urtaveig skal varast að bera á opin sár þar sem það getur valdið frekari bólgu og komið í veg fyrir gróanda á sárinu.

Calendula: Eflir gróanda á sárum og er mjög gagnleg. Ef notast er við Calendula olíu er í lagi að bera hana á og í kringum sár, öfugt við Arnica olíuna.

Hepar sulphuris: Gagnast vel þegar um er að ræða ígerðir þar sem gröftur er til staðar með daunillri lykt. Þetta er nokkuð algengur áverki hjá slagsmálaköttum.

Hypericum: Áverkar á taugum. Sem dæmi má nefna að Hypericum er mjög gagnleg ef kötturinn klemmir skott eða loppur.

Silica: Gagnleg þegar um er að ræða sýkt sár. Silica hjálpar til við hreinsun á sárinu með því að ýta út óhreinindum og kemur í veg fyrir myndun örvefja.

Symphytum: Hjálpar gróanda í beinum eftir beinbrot eða brákun. Hún er líka mjög gagnleg ef sár hefur hlotist í eða við auga.

Bit og stungur

Köttum finnst mjög gaman að veiða og eru flugur ekki undanskyldar. Kettir sjá hinsvegar ekki mikinn mun á húsflugu eða geitungi, en þeir síðarnefndu eru gjarnir á að stinga til að verja sig sem getur valdið þó nokkrum óþægindum fyrir köttinn.

Ledum palustre: Geitungastungur eða bit þar sem svæðið er bláleitt og kalt viðkomu.

Urtica urens: Býflugustungur, ofsakláði og útbrot.

Apis mellifica: Býflugustungur eða bit þar sem svæðið er heitt, þrútið og sársauki bæði við snertingu og hita.

Munnur, tennur og gómur

Kettir eru mjög gjarnir á að fá bólgur í góm og tannstein. Ef um er að ræða endurteknar bólgur er öruggast að láta dýralækni líta á köttinn þar sem margar ástæður kunna að liggja að baki. Tannstein má losna við á auðveldan hátt með remedíum.

Calcarea fluoricum: Kýli í góm. Remedían er oftast notuð við þrálát einkenni þar sem bólgan er farin en eftir situr þykkildi í góm. Hins vegar getur Calcarea fluoricum líka verið gagnleg á byrjunarstigum.

Fragaria: Vinnur vel á tannstein. Mýkir upp tannsteininn og kemur í veg fyrir að hann harðni, þetta veldur því að ekki er mikið mál að ná tannsteininum í burtu og álagið á köttinn minnkar til muna.

Hepar sulphuris: Ígerðir eða graftarkýli í góm, sársauki við snertingu og blæðir auðveldlega úr góm. Líklegt er að vond lykt sé af ígerðinni. Remedíur eins og t.d. Calcarea fluoricum eða jafnvel Silica gæti þurft að nota eftir Hepar sulphuris til að fá endanlegan bata.

Mercurius: Særindi og sáraígerð í munni. Mercurius hefur að gera með niðurbrot og eyðingu og eru einkennin eftir því. Fylgifiskur er mikil andfýla og jafnvel illa lyktandi útferð. Þorsti hjá kettinum getur aukist jafnvel þó munnvatnsframleiðsla aukist.

Phosphorus: Hefur reynst vel í tannvandamálum fyrir ketti sem eru eirðalausir og viðkvæmir fyrir umhverfi sínu. Gómar geta verið bólgnir, aumir og jafnvel getur blætt auðveldlega úr þeim. Þessir kettir sækja gjarnan í mjög kalt vatn.

Þegar kettlingar eru að taka tennur er mjög gott ráð að láta þá hafa sogrör til að naga.

 

www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.