Arsenicum var mikið notað í almennum lækningum á 18. og 19. öld, sérstaklega við malaríu.  arsenicum21

Arsenicum album – Börn

Eru oft grönn, fíngerð og föl. Þau eiga það til að roðna auðveldlega þrátt fyrir fölt hörund.  Þau eru snyrtileg og þola ekki óhreinindi eða óreiðu. Eiga það til að vera upptjúnuð og hræðslugjörn og eru mjög viðkvæm fyrir lykt, snertingu og hávaða. Oft eirðarlaus og kenjótt, snör í snúningum bæði líkamlega og andlega, en eiga það til að þreytast auðveldlega. Þau hafa líflegt ímyndunarafl og fá gjarnan martraðir. Hafa áhyggjur af öllu, en þó sérstaklega heilsu foreldranna. Arsenicum album ungbörn vilja láta ganga rösklega með sig um gólf.

Arsenicum album – Fullorðnir

Eiga það gjarnan til að vera bólgin undir augum. Oft mjög stjórnsöm, eru eirðarlaus og kvíðin. Arsenicum album einstklingar þurfa að hafa stjórn á öllu og öllum í kringum sig, sérstaklega á börnunum sínum. Eiga það til að klippa á allt samband við manneskjur sem andmæla þeim eða hafa aðra lífskoðun. Arsenicum album eru ósveigjanleg, smámunasöm og með fullkomnunaráráttu. Þau láta skoðanir sínar sterklega í ljós og eru mótfallin hugmyndum og trú annarra. Eru oft taugaóstyrk, óróleg og sjálfselsk, en geta verið rausnarleg, en þá algerlega frá sínum eigin forsendum. Geta verið tilfinningalaus, svartsýn og jafnvel þunglynd.  Arsenicum album þarfnast mikils öryggis bæði tilfinningalega og andlega. Fjárhagslegt öryggi er þeim mikilvægt og alltaf er til varasjóður. Eiga það til að vera nísk og safna fíneríi í kringum sig. Arsenicum album ýkja gjarnan sjúkdómseinkenni sín og verða heltekin af veikindum sínum. Hræðast að vera ein, að einhver brjótist inn á heimilið, að upplifa fátækt, hræðast dauðann og að fá sjúkdóma, sérstaklega krabbamein og að það verði eitrað fyrir þeim. Eru myrkfælin og draugahrædd.

Einkenni

Allir verkir eru brennandi, en betri við hita.
Öll einkenni eru verst um kl. 00:00 – 01:00
Almennt eru þeir sem þurfa á Arsenicum album að halda fremur kulvísir, þrá hita sem gerir þau betri, en vilja samt að höfuðið sé kalt og eru einkenni þeirra oftar hægra megin.
Drekka lítið, en oft, borða sjaldan, en mikið. Þorsti er mikill, vilja drekka kalda drykki, en líður verr í maganum við það. Drekka smásopa í einu.
Allur útskilnaður er brennandi, illa lyktandi, vatnskenndur eða rotinn.
Tunga með hvítri skán.
Magabólgur, magasár.
Meltingar- og magavandamál með brennandi verkjum, líður betur við smásopa af vatni eða við að drekka mjólk.
Uppköst og niðurgangur, getur leitt til ofþornunar. Matareitrun með brennandi uppköstum.
Munnangur.
Heymæði, brennandi augu, hnerri.
Asmi, vilja setjast upp, eru kvíðin og óróleg á meðan á kasti stendur, oft verst á miðnætti.
Höfuðverkur, líður betur við kaldan bakstur.
Exem, ofsakláði, psoriasis.
Hiti, getur verið köld viðkomu en brennheit að innan eða öfugt. Kaldir útlimir (Raynaud´s syndrome).
Svefnleysi sérstaklega frá kl. 00:00 – 01:00

 

Einkenni eru verri við kulda, kalt loft, kaldan mat og drykki, við blautt, rakt veður, við sjávarsíðuna, við áreynslu, á hægri hlið, við að liggja á veiku hliðinni, með vissu millibili, á miðnætti.

Einkenni eru betri við hita, heitan mat og drykki, við heita bakstra, að sitja uppi, að svitna, við félagsskap, við hreyfingu, við ferskt loft.

Matur

Sækja í áfengi, ískalt vatn, súrt, fitu, mjólk, heita drykki og mat, sætindi, kaffi, grænmeti

Vilja ekki kaldan mat og drykki, ávexti

 

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
www.facebook.com/HeildraenHeilsa.h2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.