tognun - ökliTognun getur orðið þegar liðbönd eða aðrir vefir skaddast við harkalega teygju eða snúning. Oft getur verið erfitt að greina á milli alvarlegrar tognunar og brots, því einkennin geta verið ansi lík.

Tognun er þegar ofteygja verður á mjúkvef, gjarnan eftir að einstaklingur misstígur sig eða dettur, en einnig oft vegna of mikils álags á tiltekin líkamssvæði. Vöðvar, sinar eða liðbönd laskast og einkenni eins og sársauki, bólga, roði, mar og stirðleiki myndast.

Tognun á liðböndum og sinum tekur oftast lengri tíma að gróa heldur en tognun á vöðvum, yfirleitt tekur vöðva u.þ.b. tvær vikur að gróa, en slæm tognun í liðböndum getur orðið þrálát.

 

Hómópatískar remedíur hafa gjarnan reynst vel við tognun, hér nefnum við 4 remedíur og einkenni þeirra ef um tognun er að ræða:

Arnica er ávallt fyrsta remedía við öllum áverkum. Hún dregur úr verkjum, mari og bólgum. Einkenni eru verri við stöðuga hreyfingu. Viðkomandi lætur sem ekkert sé að, er eirðarlaus og sækir í að vera úti í fersku lofti.
Rhus toxicum ef einkenni eru verri í byrjun hreyfingar en betri við áframhaldandi hreyfingu og heita bakstra.
Bryonia ef einkenni eru verri við alla hreyfingu. Betri við þrýsting, kalda bakstra og hvíld.
Ruta ef einkenni eru verri við kulda og bleytu. Betri við heita bakstra og hreyfingu

 

Einnig er til Arnicaáburður sem gott er að bera á bólgusvæði, en varast skal að bera það á ef húð er rifin og sár er til staðar.

 

Hér má einnig lesa góða samantekt um skyndihjálp og hómópatískar remedíur.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.