Aconitum 'napellus' ~wideRemedían ACONITE er unnin úr blöðum og blómum jurtarinnar Aconitum napellus. Jurtin er talin mjög eitruð og var hún meðal annars nýtt á öldum áður í þeim tilgangi að eitra örvar-odda við veiðar. Verði eitrunar vart eru einkenni frá meltingarvegi áberandi, ásamt einkennum frá hjarta og æðakerfi. Einkenni á við svima, höfuðverk, öndunarerfiðleika, doða í fingrum og óráð eru einnig algeng.

Í smáskömmtum er jurtin Aconitum ein af elstu og best þekktu remedíunum sem hómópatar hafa í sínu safni og þekkt er að upphafsmaður hómópatíunnar, Samuel Hahnemann, hafi rannsakað virkni hennar. Hann lýsti notkun jurtarinnar í smáskömmtum meðal annars á þann hátt að hún gæfist vel í bráðatilfellum og þar sem einkenni birtast snöggt eða óvænt.

Einkenni Aconite koma skjótt fram og er hún sú remedía sem hómópötum dettur helst í hug að gefa í bráðatilfellum, áföllum eða ef einstaklingur verður skyndilega veikur.

Aconite við kvíða

Viðkomandi gæti verið óttaslegin eða lamaður af kvíða. Óróleiki, að vera heitt og kalt til skiptis, skjálfti og kuldahrollur eru einnig algeng einkenni Aconite. Viðkomandi getur einnig verið kaldsveittur, ískalt í andliti og þyrstur.

Aconite við flensu

Aconite er sérstaklega góð remedía á fyrstu stigum flensu, sérstaklega ef viðkomandi veikist eftir útiveru í köldum vindi og er mjög órólegur. Hiti getur fylgt og viðkomandi skelfur. Notið einnig remedíuna í upphafi kvefs sem kemur skyndilega fram, oft eftir að hafa verið úti í kulda eða köldum vindi.

Aconite

Aconite í Grasagarðinum í Reykjavík

Aconite við hósta

Skyndilegur hósti eftir að hafa verið úti í köldum vindi. Hóstinn er þurr, djúpur og viðkomandi grípur um brjóstið í mestu hóstaköstunum. Köfnunartilfinning getur fylgt, því viðkomandi nær vart andanum í mestu hóstaköstunum. Hóstinn byrjar vegna kitlandi tilfinningar í hálsinum, sem truflar svefn á nóttunni. Hóstinn er verri við að leggjast niður, eftir miðnætti og við að hitna undir sæng.

Í bráðatilfellum skal taka eina kúlu á 15 mín fresti ef einkenni eru mjög sterk, annars á 2ja klukkustunda fresti í allt að 6 skipti ef einkenni eru minni.

Ávallt skal hætta inntöku þegar einkennin taka að minnka.

Ef einkennin eru stöðug eða ekki eins bráð, ætti að taka eina kúlu 3 sinnum á dag, en hætta inntöku þegar dregur úr einkennum.

Til að tryggja sem besta virkni remedíanna, ætti hvorki að borða mé drekka samtímis eða nærri inntöku remedíanna.

Í bráðatilfellum eða við alvarleg veikindi er ávallt ráðlegt að leita aðstoðar.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Hómópatía fyrir alla á Facebook

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.