Síðustu mánuðir meðgöngu Á lokavikum meðgöngunnar byrjar líkaminn að undirbúa sig fyrir fæðinguna sjálfa. Konan þarf þá að hvílast vel, huga vel að næringu og svefni. Meiri líkur eru á að allt gangi að óskum ef konan er vel úthvíld á þessum hluta meðgöngunnar og að hún sé í góðu andlegu jafnvægi.

 

Remedíur sem hafa reynst vel í fæðingarferlinu sjálfu eru: Arnica, Bellis perennis og Calendula. Við brjóstagjöf og brjóstabólgum má til dæmis nefna; Calcarea carbonica, Pulsatilla, Belladonna og Chamomilla. Einnig má hér nefna örfáar remedíur sem gætu átt við í fæðingarþunglyndi, til dæmis: Cimicifuga, Natrum muriaticum, Sepia og Ignatia.

 

Þar sem nokkur þúsund remedía eru til er nokkuð ljóst að ótal fleiri remedíur gætu komið til greina á meðgöngunni og í sjálfu fæðingarferlinu. Ávallt er best ef valin er remedía sem hentar einstaklingnum í samráði við hómópata, en með útgáfu sjálfshjálparbókarinnar Meðganga og fæðing með hómópatíu er leitast við að gera konum auðveldar fyrir að hjálpa sér sjálfar á aðgengilegan hátt.

 

Hér eru nefndar nokkrar þeirra remedía sem reynst hafa ákaflega vel í fæðingaferlinu sjálfu:

Aconite: Getur oft komið að góðu gagni ef konan er mjög hrædd við að takast á við fæðinguna. Oft finnur konan fyrir mikilli hræðslu og jafnvel svo sterkri að hún telur sig vera við dauðans dyr.

  • Taka Aconite ef upp kemur sú staða að þú finnir fyrir óyfirstíganlegri hræðslu.

Arnica montana: Getur oft dregið úr verkjum, mari og blæðingum. Arnica getur líka dregið úr sýkingarhættu og áfalli sem konan getur orðið fyrir í fæðingarferlinu. Einnig getur hún verið mjög hjálpleg ef fæðing dregst á langinn og konan er orðin mjög þreytt.

  • Taka Arnica eftir þörfum 1 kúlu í hvert sinn, t.d. 1 kúlu á hálftíma fresti í fæðingu ef þú ert alveg búin á því eða ef upp kemur einhvers konar áfall.
  • Taka Arnica 3 sinnum á dag í viku eftir fæðingu.

Arsenicum album: Getur átt við ef konan er mjög kvíðin hún er eirðarlaus og hrædd við að missa tökin. Arsenicum album er stjórnsöm og getur verið mjög smámunasöm.

  • Taka Arsenicum ef upp kemur ofsakvíði og mikið eirðarleysi, oft fylgir kuldahrollur og jafnvel skjálfti

Belladonna: Getur átt við ef upp kemur skyndileg sýking í eða eftir fæðinguna, sérstaklega ef að konan fær einnig háan hita

  • Taka Belladonna ef upp kemur sýking í eða eftir fæðingu, háan hita og jafnvel óráð.

Bellis perennis: Getur hjálpað leginu að jafna sig eftir átök fæðingarinnar og getur dregið úr djúpum bólgum og mari.

  • Taka Bellis perennis (1M) 1 kúlu, kvölds og morgna í 3 daga eftir fæðinguna.

Calendula: Er mjög græðandi og sótthreinsandi. Calendula getur dregið úr sýkingarhættu eftir að konan hefur rifnað eða verið klippt í fæðingarferlinu. Einnig getur hún flýtt fyrir að grindarbotn grói og jafni sig.

  • Taka Calendula (30c) tvisvar á dag í viku – flýtir fyrir gróanda.

Caulophyllum: Hentar vel í fæðingu ef verkir eru veikir og óreglulegir, jafnvel dregur úr þeim vegna ofreynslu eða verkir eru of sárir. Getur verið mjög hjálpleg ef fæðing tekur langan tíma og er MJÖG sársaukafull.

  • Taka Caulophyllum (1M) EINA KÚLU ef þú ert algjörlega úrvinnda. Ef fæðing dregst á langinn og engin orka er eftir er gott að setja 1 kúlu í vatnsglas og súpa á milli hríða.

Pulsatilla: Getur átt við ef konan er mjög viðkvæm og grátgjörn og þarfnast athygli og huggunar. Vill fá ferskt loft og getur orðið kvíðin ef henni verður heitt. Pulsatilla hefur reynst vel til að barnið færi sig í höfuðstöðu og komið í veg fyrir að móðir hefur þurft á vendingu að halda.

  • Taka Pulsatilla ef tilfinningarnar taka yfirhöndina og þú verður mjög viðkvæm og vilt bara gráta og jafnvel “hætta við” að fæða vegna kvíða fyrir verkjum.

 

Við notkun á remedíum skal alltaf hafa í huga að hvert tilfelli er einstakt og því þarf skammturinn hverju sinni að vera í samræmi við tiltekin einkenni til að geta létt á þeim. Það er mikilvægt að einbeita sér að þeim einkennum sem eru mest áberandi og miklu máli skiptir að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin til hins betra eða verra. Ávallt skal hætta inntöku þegar einkenni fara að minnka.

Til að tryggja sem besta virkni ætti hvorki að borða né drekka samtímis eða nærri inntöku remedía. (Vatn er í lagi eftir að remedían er bráðnuð)

 

Til viðmiðunar má hafa eftirfarandi skammta í huga:

Í bráðatilfellum skal taka 1 kúlu á 15 mínútna fresti ef einkenni eru mjög sterk, annars á 1-2ja klukkustunda fresti og allt að 6 skammta ef einkennin eru minni. Alltaf skal hætta inntöku strax er dregur úr einkennum.

Ávallt skal hafa í huga að ástand og einkenni geta breyst umtalsvert og oft hratt í bráðatilfellum. Við val á bestu remedíunni er því mjög mikilvægt að einbeita sér fyrst og fremst að því sem hrjáir konuna og þeim einkennum sem hún sýnir þá stundina. Ekki er síður mikilvægt að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin, bæði til hins betra og hins verra.

Ef einkenni eru stöðug eða ekki eins bráð, ætti að taka 1 kúlu 3 sinnum á dag en hætta inntöku þegar dregur úr einkennum.

 

Við stöllur hjá Heildrænni heilsu aðstoðum konur á meðgöngunni og erum ávallt tilbúnar að útbúa sérvaldar einstaklingsmiðaðar remedíur til að hafa meðferðis í fæðinguna. Remedíur eru mildur og góður stuðningur fyrir bæði móður og barn á meðgöngunni og í fæðingarferlinu.

 

falleg ungbarnatásumynd

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.