mosquito - moskítóÁ ferðalögum til fjarlægra landa er ýmislegt sem við upplifum sem er okkur Íslendingum nokkuð framandi. Má þar til dæmis nefna ýmsar flugur og skordýr sem við Íslendingar þekkjum kannski ekki mikið og þurfum ekki að hafa áhyggjur af hérlendis, en þær geta svo sannarlega gert okkur lífið leitt þrátt fyrir smæð sína. Við stungu frá mörgum þeirra getur líkaminn brugðist harkalega við og sýnt margskonar einkenni. Algengast er að húðin verður rauð og bólgin og oftast fylgir mikill kláði.

Hvað getum við gert til að byggja upp þol okkar gegn slíkum flugnaárásum:

Hómópatíska remedían Staphysagria er talin góð til að taka sem forvörn, það er talið gott að taka Staphysagria 30c, 3 x á dag í 3-5 daga áður en haldið er erlendis þar sem má gera ráð fyrir moskítóflugum eða öðrum skordýrum.
Oft hefur reynst vel að vera með B-vítamíntöflu í vasanum og á borðum nálægt rúmum, til að fæla flugur frá.

Sítrónubita nuddað á moskítóbit

Sítrónubita nuddað á moskítóbit

Hvað getum við gert til að slá á einkenni flugnabita:
Nuddið ferskri sítrónu á stungusvæðið, það kælir, sótthreinsar og slær á kláða. Hafið ávallt bita af sítrónu í vasanum og endurtakið eftir þörfum.
Það getur líka verið gott að nudda ferskri piparrót á flugnabit, það dregur úr bólgu og sviða.
Tea tree olía slær einnig á kláða og sótthreinsar stungusvæði.

Hómópatískar remedíur geta verið mjög gagnlegar til að létta á sársauka, bólgum og kláða á stungusvæðinu. Ef einstaklingur er með ofnæmi fyrir eitri skordýra og sýnir bráðaeinkenni líkt og að öndunarvegur þrengist eða bláleitar línur myndast út frá stungusvæði, skal leita læknishjálpar án tafar. Nota má remedíurnar samhliða til að draga úr einkennum þar til frekari aðstoð berst og til að flýta fyrir bata.

Apis mellifica gæti gagnast vel ef stungusvæðið er rautt, heitt og bólgið og mikill kláði fylgir. Kaldir bakstrar draga úr sviða og stingjum á stungusvæðinu. Apis er ávallt fyrsta remedía við einkennum eftir býflugnastungu.

Ledum palustre gæti gagnast vel ef þroti nær nokkuð langt út frá bitinu, stungusvæðið er aumt viðkomu, kalt og dofið og verður oft bláleitt að sjá. Viðkomandi vill leggja ís eða kalda bakstra á bólguna til að draga úr einkennum.

Hypericum getur gagnast vel ef viðkomandi finnur fyrir skjótandi taugaverkjum, nálardoða eða doða á stungusvæði. Hypericum er einnig vel þekkt remedía fyrir róandi áhrif sín á meiðsli og áverka á taugasvæðum líkamans, t.d. ef miklir skjótandi verkir eru til staðar eftir að klemma fingur.

Urtica urens getur gagnast vel ef stungusvæði verður rauðleitt og flekkótt, sem svíður og klæjar óstjórnlega. Svipuð einkenni og myndast eftir snertingu við Brenninetlur, enda er Urtica remedían unnin úr þeirri jurt.

 

Hér má finna fleiri húsráð fyrir flugna- og skordýrabit:

Setjið ferska nýskorna lauksneið á skordýrabit, það getur hjálpað við að draga út eitrið. Gott er að festa með plástri.

Á býflugnabit getur verið gott að setja bökunarsóda sem hefur verið vættur með vatni. Einnig er hægt að væta svæðið með eplaediki, það dregur úr kláða. Einnig skal nota eplaedik við marglyttustungu.

Á Moskítóbit er ráð að setja hvítt tannkrem á bitið. Hylja alveg svæðið og láta þorna á, eftir 30-40 mínútur skolið tannkremið af með vatni. Endurtakið eftir þörfum, eða á meðan að bitið er til ama. Einnig slær eplaedik á kláða frá moskítóbitum sem og öðrum pöddubitum.

Vespubit (Hornet sting) skal reyna að meðhöndla eins fljótt og möguleiki er. Vætið handklæði í heitu vatni, ef að til er papaya ensím (oft notað til að mýkja kjöt), merjið og notið góðan skammt og setjið í handklæðið og beint á stungusvæðið, vefjið handklæðinu utanum . Vindið handklæðið úr heitu vatni á 5 mínútna fresti, næsta hálftímann, og setjið aftur ensím í. Hitinn frá handklæðinu opnar fyrir svitaholur á húðinni og ensímið er mótvægi við eitur vespunnar. Mikilvægt er að bregðast hratt við á þennan hátt og þá er komist fyrir bólgur og verk.

 

skógarmítill - ticks Skógarmítill – Tick
Vætið bómullarhnoðra með fljótandi sápu eða uppþvottalegi og leggið blautan hnoðrann yfir mítilinn í u.þ.b. 15-20 sekúndur.
Skógarmítillinn andar með búknum og mun því sjálfkrafa draga sig út úr húðinni þegar sápan umvefur hann. Oftast festist mítillinn við skógarmítill - tick on a neck of a 3yr oldbómullarhnoðrann og því auðvelt að fjarlægja hann.
Auðveld leið til að losa um Skógarmítil sem hefur fest sig í húð manna jafnt sem dýra.

 

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

One Response to Flugnabit og stungur – náttúruráð

 1. admin says:

  Góð ráð og hómópatískar remedíur við skordýrabitum og -stungum.
  Hunangsflugubit eru „acid“, því skal þvo þau með basískri lausn t.d. matarsóda (natríum bíkarbónat). Vespustungur eru basískar og því skal þvo þau bit með ediki og láta það þorna á stungusvæðinu.

  Hómópatískar remedíur eru afar gagnlegar við flugnabitum og –stungum!

  Apis – Þegar stungusvæði er heitt, rautt og þrútið.
  Cantharis – Þegar um er að ræða brennandi og stingandi verki á stungusvæði.
  Urtica Urena – Þegar mjög mikill kláði er til staðar og útbrot mynda bletti á húðinni.
  Ledum – Þegar stungusvæði er kalt, en viðkomandi líður betur við kalda bakstra. Ledum er gagnlegt við hverskonar sungusárum t.d. eftir að stíga á nagla.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.