Á hlýjum sumardögum er svo dásamlegt að sitja úti og borða ís. Það að geta búið til sinn eigin ís á mjög auðveldan hátt í blandaranum heima hljómar vel og ekki er það verra að ísinn sé bráðhollur. Hér fylgir uppskrift af mjög góðum avókadóís sem er passleg fyrir 2-3

Avocado ís - smoothie-0011 avókadó
1/3 bolli cashewhnetur
1-2 tsk vanillu extract
1/3 bolli nýkreistur limesafi
5 msk hlynsíróp eða hunang
1,5 bolli möndlu- eða kókosmjólk

Aðferðin er eins auðveld og hægt er að hugsa sér:
Allt sett í blandara, stillt á hæstu stillingu og látið malla þar til áferðin er silkimjúk. Hellt í form eða glös og sett í frysti í a.m.k. klukkutíma.
Ef þú getur ekki beðið eftir að ísinn frjósi þá er hann ekki síðri beint úr blandaranum.

 

Avókadó er eitt af hollustu matvælum heimsins og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem borða avókadó reglulega eru gjarnan heilsuhraustari en þeir sem ekki borða hann.

AvocadoAvókadó er stútfullur af trefjum, próteinum og einómettuðum ómega 3 fitusýrum. Hann inniheldur B-vítamín, fólínsýru, A-, C, E- og K-vítamín. Ásamt kopar, járni, fosfór, magnesíum og kalíum.

Þessi fituríki ávöxtur smyr líkamann að innan og getur þannig hjálpað til við liðagigt, Parkinsons, hjartasjúkdómum og krabbameini. Heilbrigð fita er nauðsynleg fyrir líkamann, hún stuðlar að jafnvægi í hormónakerfinu, heilbrigðri húð, glansandi hári og styrkir nýrnahettur. Ef þú upplifir stanslausa þreytu, almennt ójafnvægi eða sækir mikið í sykur, þá þarftu mögulega að bæta meiri hollri fitu í mataræðið.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.