jolak4Það getur skapað auka álag og streitu að stíga út fyrir okkar venjulegu rútínu og “þurfa” að bæta inn í dagsskipulagið öllu því sem þarf að gera og græja fyrir jólin. Við þekkjum það öll að týna okkur í streitu og stressi hverdagsins, sérstaklega þegar mikið er um að vera og margt sem þarf að klára áður en jólahátíðin gengur í garð.

Erum við ekki öll að gera fínt heima hjá okkur, hugsa fyrir jóla(hnetu)steikinni, íhuga það hvort jólakortin verði send þetta árið eða fara yfir nafnalistann til að tryggja það allir fjölskyldumeðlimir fái einhvern glaðning um jólin? Þetta krefst allt skipulags, aga, útsjónarsemi, TÍMA og næðis. Dæmi um útkeyrða foreldra, gargandi af stressi þekkja margir í sjálfum sér. En streitan og álagið samræmist illa hinum fallega hátíðarboðskap um frið í hjarta og notalega samveru fjölskyldunnar.

Hvernig væri að staldra við og íhuga „hvað skiptir mestu máli“ núna í aðdraganda jólanna.
Gerum okkar besta til að stoppa þetta stress og njótum heldur samveru með fjölskyldu og vinum. Hægara sagt en gert – réttilega! En byrjum á því að anda inn, svo út, einbeita okkur að líðandi stund og að vera til staðar fyrir hvort annað. Gefum okkur tíma saman og börnunum þolinmæði. Njótum þess að fá nokkurra daga frí og borða góðan mat. Draslið heima og hvort náðist að senda jólakortin þetta árið skiptir í raun engu máli. Jólin koma með allri sinni dýrð og ljóma og það er gott að byrja strax í dag að æfa sig að njóta.

     Við óskum ykkur öllum gleðilegra og friðsælla jóla.

Guðný Ósk og Guðrún Tinna

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.