Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár

Okkur er umhugað um húsdýrin um áramótin, enda erum við bæði með hund og kött í heimili hjá okkur. Flugeldar og sprengjuregnið geta reynst mörgum dýrum erfið reynsla og mörg dæmi þess að dýrin upplifi skyndilegan ótta, ofsahræðslu og vanlíðan við öll þessi læti. Mælt er með því að gæta þess vel að hafa dýrin innandyra meðan mestu lætin ganga yfir og í nálægð við fjölskylduna. Gott væri að útbúa aðstöðu á heimilinu þar sem dýrin þekkja vel til, draga fyrir glugga og hafa jafnvel kveikt á útvarpi til að skapa eðlilegri umhverfishljóð og stuðla þannig að því að dýrið upplifi að ekkert sé að óttast.

1397601_10152174826723534_744881433_o (1)Að auki nýtum við okkur að hómópatíu til að styðja við dýrin, heilsu þeirra og upplifanir. Hómópatía er örugg, áhrifamikil og fljótleg leið að styðja við heilsu húsdýra og er einn helsti kostur hómópatíu að hægt er að hjálpa dýrunum án óæskilegra aukaverkana.

Við notum remedíuna ACONITE fyrir dýrin okkar um áramótin, en remedían gefst vel til stuðnings þeim sem upplifa skyndilegan ótta eða hræðslu eins og getur gerst í sprengjulátunum um áramótin.

Aconitum Nappellus (Aco)

Ástand sem við tengjum við Aconite er fyrst og fremst hræðsla. Sem dæmi má nefna þrumur, flugelda- og skothvellir eða hreinlega ótti við að vera einn heima eða skilinn eftir.

Annar þáttur sem skiptir máli þegar Aconite á í hlut er að einkennin koma skyndilega. Aconite getur einnig verið gagnleg ef dýrið verður skyndilega veikt, fær hita og kvef.

Einkenni sem benda til þess að dýrið þitt þurfi á Aconite að halda er t.d. skyndilegur hiti, ákafur verkur og hugsanlega hræðsla. Aconite getur verið mjög gagnleg remedía til að gefa dýrum fyrir heimsókn til dýralæknis og gæti við slíkar aðstæður dregið úr hræðslu eða áfalli sem gæti komið til vegna heimsóknarinnar.

 

indexVið hjá Heildrænni heilsu óskum ykkur gleðilegs árs 2016 og þökkum fyrir samfylgdina, spjallið og göngutúrana á árinu sem er að líða.
Farið varlega um áramótin.

Guðný Ósk & Guðrún Tinna

 

 

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.

Heildræn heilsa www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á Facebook

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.