Fjölskyldan veikVetrarlægðirnar hafa gengið yfir litla landið okkar undanfarið með vindi, ofankomu og KULDA. Nú í ársbyrjun hafa margir lagst í rúmið vegna slappleika og flensueinkenna og höfum við heyrt af því að heilu fjölskyldurnar eru frá vinnu og skóla vegna veikinda.

 

Til eru ýmis ráð til að auka orku okkar og mótstöðu gegn umgangspestum. Hér má finna góða samantekt með ýmsum góðum ráðum.

Við mælum með að borða MÍSÓ súpu nokkrum sinnum í viku. Mísó inniheldur góða meltingarhvata sem styrkja meltinguna og inniheldur kolvetni, nauðsynlega fitu, eggjahvítu, vítamín og steinefni. Súpan styrkir ónæmiskerfið og hitar kroppinn. Gott er að hafa einnig rótargrænmeti í súpunni á veturna og klippa steinselju eða klettasalat (rucola) út í súpuna og fá þannig sem mest af steinefnum úr henni. Til að fá enn meiri hita í kroppinn er fínt að rífa engifer og kreista safann einnig út í súpuna. Safinn úr engiferinu er fullur af andoxunarefnum sem við þurfum svo sannarlega á að halda, auk þess sem hann örvar blóðflæði. Eins má nota Tamari sósu í stað mísó, hvorutveggja er unnið úr gerjuðum sojabaunum.

Til að hita upp kaldan líkama má rífa engifer út í fótbað. Sitja í fótabaðinu í 10 mínútur og finna hitann streyma um líkamann.

 

MÍSÓSÚPA

MÍSÓSÚPA

MÍSÓSÚPA:
2 laukar, saxaðir
2 gulrætur, sneiddar
1/4 hvítkál, skorið í strimla
2 vorlaukar saxaðir
1 dl Wakame þang, bleytt og skorið í ræmur
8 dl vatn
1 msk olía
4 tsk mísó, leyst upp í örlitlu af heitri súpu

Wakame þang

Wakame þang

Lýsing:
Steikið lauk, gulrætur og kál (í þessari röð) í olíunni.
Bætið Wakame í og látið smákrauma í 10 mínútur.
Hellið vatninu í og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur.
Slökkvið á hitanum, hrærið Mísó í og látið standa í 5 mín.

Áður en súpan er borin fram skreytum við með vorlauk og kreistum smá engifer út í súpuna líka.

 

Sjá fleiri greinar með góðum ráðum:
Kvef, flensur og almennur slappleiki
Flensubani í krukku
Pensilín nútímans – Ólífulaufþykkni
Náttúrulegt sýklalyf – (GSE)

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.