skapofsakast í búðinni - tantrumBörnin okkar eru einstök, hvert þeirra á sinn hátt. Systkini geta verið afar ólík, ekki bara í útliti, heldur getur lundarfar þeirra verið misjafnt þrátt fyrir að uppeldið sé það sama. Mörg börn, sem ávallt hafa verið blíð og góð, geta allt í einu farið að sýna á sér nýja hlið. Þau breytast í hálfgert óargadýr ef þau fá ekki sínu framgengt. Þetta gerist oft í kringum 4 ára aldurinn, en getur svo sannarlega byrjað fyrr og oft mun seinna. Mjög misjafnt er hve lengi þetta tímabil stendur yfir, oft getur það varað langt fram á unglingsárin.

Skapofsakast getur lýst sér þannig að barnið bregst illa við boðum og bönnum, reiðin blossar upp, það öskrar, kastar til eða skemmir hluti og ræðst jafnvel á aðrar manneskjur. Oftast tengist þessi hegðun þroskaferli þeirra og sjálfstæðisbaráttu, þau eru að prófa sig áfram með hversu langt þau komast gagnvart umhverfi sínu.

Góð leið til að róa barnið er að taka það í fangið og tala rólega og blíðlega við það en ekki að skamma.
Oft virkar vel að gefa stutta „viðvörun“ ef barnið brýst mikið um og stundum þarf að halda því nokkuð þétt þar til það róast.
Ávallt skal tala blíðlega og hugga það með skilningi, alúð og ást.
Umbunarkerfi gæti nýst vel fyrir sum börn.
Sýnið barninu gott fordæmi með því að bregðast ávallt við með stillingu, kurteisi, ást og skilningi.

Bræðisköstin geta verið vísbending um að eitthvað hafi farið úr jafnvægi í nánasta umhverfi barnsins, því ætti alls ekki að horfa á slíkt ástand með þeim augum að barnið sé „bara óþekkt“ eða að hegðunin sé „eðlileg“ á vissu aldursstigi, eða jafnvel að ástandið sé arfgengt, með vísun í skapstygga ættingja. Mikilvægt er að horfa á öll þau einkenni sem barnið sýnir og reyna að finna þá hegðun sem stendur upp úr og hvort hægt er að tengja við breytingar eða ástand sem barnið hefur upplifað á þeim tíma sem skapofsaköstin byrjuðu.

Reiðikast í búðinniEinkennin sem barnið sýnir geta speglað líðan þess og persónuleika. Þau eru vísbendingar til stuðnings og hjálpar til að leitast við að leiðrétta ástand barnsins og ójafnvægi í átt að betri líðan.

Hómópatía er mild og áhrifarík meðferð sem mun ekki breyta persónuleika barnsins, en er góður stuðningur til bættrar líkamlegrar og tilfinningalegrar heilsu barnsins, þegar rétta remedían er valin. Mikilvægt er að skoða öll einkenni sem barnið sýnir, þau eru lyklarnir að vali réttu remedíunnar.


Hér nefnum við aðeins 4 algengar remedíur af þeim fjöldamörgu sem gætu hentað börnum með skapbresti.

Nux Vomica
Börn sem gætu þurft á Nux vomica að halda eiga það til að fara langt „yfir strikið“. Skapofsaköstin byrja oft eftir að þau hafa fengið of mikinn sykur, eru undir of miklu álagi eða þrýstingi um að standa sig betur en þau sjálf telja sig geta. Einnig ef þau hafa innbyrgt of mikið af mat eða drykkjum, sérstaklega sykruðum gosdrykkjum eða lyfjum.
Pirringur er áberandi hjá barninu og einnig getur verið um meltingarvandamál að ræða, barnið er uppblásið, hefur hægðatregðu eða niðurgang.

Chamomilla
Börn sem gætu þurft á Chamomilla að halda verða mjög pirruð og reið. Þó pirringur sé áberandi þá er það reiðin sem er stærsta einkennið. Önnur einkenni eru óróleiki, eirðarleysi og mikil viðkvæmni. Næmni sem er mjög ýkt og viðbrögðin virðast í engu samræmi við það áreiti sem barnið verður fyrir. Orð eða snerting sem að öllu jöfnu ættu ekki að hafa raskandi áhrif, verða til þess að barnið bregst við með mikilli reiði, þau orga og eru nánast óhuggandi.

Lycopodium
Einstaklingar, bæði börn og unglingar, sem gætu notið góðs af Lycopodium eru yfirleitt óöruggir, með fremur lágt sjálfsmat. Meltingarvandamál eru ýmis konar og algengt er að magi þeirra sé útblásinn og mjög viðkvæmur, þau þola illa fatnað sem þrengja að magasvæðinu. Skapbráðir unglingar sem gætu þurft á Lycopodium að halda, virðast öruggir og fullir sjálfstrausts, en þeim er mjög umhugað að líta vel út í augum annarra og hafa áhyggjur af því að verða dæmdir af öðrum. Áhyggjur þeirra aukast þegar þeir eru einir. Þeir sækja því í, og leggja ýmislegt á sig til að vera hluti af hóp til að draga úr kvíða og áhyggjum. Hegðun þeirra er oft ofsafengin, lymskuleg og ósanngjörn.

Coffea
Börn sem gætu þurft á Coffea að halda sýna ekki eins mikla reiði og pirring og ofantaldar remedíur, en þau eru mjög eirðarlaus, geta illa slakað á og hugur þeirra reikar úr einu í annað. Þau eru taugaspennt, ekki beint reið, heldur fljót til að hreyta frá sér. Þau geta verið ofurnæm fyrir minnsta sársauka og mjög viðkvæm fyrir umhverfinu s.s. hávaða, birtu og snertingu.

öskrandi barn

Börnum þarf að kenna hvar mörkin liggja, ekki síst þeim börnum sem sýna skapofsaköst reglulega. Við þurfum að aðlaga þau mörk í samræmi við fjölskylduhagi á skynsaman máta, til að sem minnsta röskun verði á okkar fjölskyldulíf og samfélagið almennt. Og munum að betra er að setja mörkin og ræða þau við barnið þegar það er ekki í sínu versta formi. Skammir og hótanir á meðan barn er í bræðiskasti duga skammt.

Við eigum öll okkar slæmu daga og við þurfum að læra hvernig við eigum að bregðast við líðan okkar. 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.