flasaMjög margir upplifa þann leiða kvilla einhvern tíma á ævinni að hafa flösu, sumir þó oftar en aðrir. Hvað er best að gera þegar að hvítu flygsurnar sitja í hárinu og á öxlunum?

Flasa er húðsjúkdómur sem lýsir sér þannig að óeðlilega mikið magn dauðra húðfrumna flagnar af húðinni. Það er hlutverk húðarinnar að endurnýja sig en þegar um flösu er að ræða losnar meira magn húðfrumna en eðlilegt gæti talist. Algengt er að roði sé í hársverðinum og einnig er kláði algengur fylgifiskur.

Algengasta ástæða flösu er sveppur sem finnst á húð allra, einnig þeirra sem ekki hafa flösu. Sveppurinn lifir bestu lífi þar sem fitukirtlar eru og hár vex, því er hann helst að finna í hársverðinum og í andliti. Sveppurinn truflar eðlilega endurnýjun húðfrumnanna þegar hann vex of hratt og þá myndast flasan. Algengara er að einstaklingar með feitt hár fái flösu en þeir sem hafa þurrt hár og þurran hársvörð.

Aðrar ástæður flösu geta verið ofvirkir fitukirtlar, mikil svitamyndun, ofnæmi á vissum fæðutegundum eða sápu- og snyrtivörum. Stress getur verið orsakavaldur og einnig loftslagsbreytingar. Vannæring getur líka leitt til flösumyndunar, einkum sinkskortur.

Til eru góð náttúruleg sjampó án hættulegra aukaefna í heilsubúðum landsins. Sjampó sem að innihalda Tea Tree olíu og Quillaia börk eru tilvalin til notkunar gegn flösu. Einnig er hægt að útbúa sápur og sjampó sjálfur og má nálgast mikið magn af uppskriftum til slíkrar heimaframleiðslu á veraldarvefnum. Þannig getur þú verið algjörlega viss um hvað það er, sem sett er í framleiðsluna og í hár heimilisfólksins.

 

Aloe Vera gel hefur reynst vel gegn flösu. Makaðu hreinu Aloe Vera geli, vel í hársvörðinn og látu bíða í a.m.k. 15 mínútur áður en að gelið er skolað úr. Endurtakið 1 sinni í mánuði í 3 mánuði.

 

Kókosolía er einnig talin góður kostur. Nuddið hreinni jómfrúarkókosolíu í hársvörðinn og í hárið, látið vera í yfir nóttina og þvoið hárið morguninn eftir.

 

Eplaedik er ein lausnin til viðbótar, blandið 2 teskeiðum af lífrænu eplaediki í u.þ.b. hálfan lítra af heitu vatni og skolið hárið upp úr blöndunni. Það hreinsar hárið og heldur flösunni í skefjum.

 

Mikilvægt er að vita að allir kvillar húðarinnar koma innan frá líkamanum og því er nauðsynlegt að huga vel að næringu og steinefna- og vítamínbúskap líkamans. Góðar fitusýrur eru nauðsynlegar og eins ætti að bæta við inntöku á sinki og B-vítamínum. Nauðsynlegt er að drekka mikið vatn, minnst 6-10 glös á dag.

Ýmsar hómópatískar remedíur hafa reynst vel til að draga úr flösu, má þar t.d. nefna Cantharis, Graphitis, Natrum muriaticum, Phosphorus, Sulphur og Thuja.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.