MeltingarvegurinnMeltingarveginum, frá munni að endaþarmi, er skipt í efri og neðri helming.

Truflun í efri helmingi leiðir til einkenna eins og verkja, uppþembu, ropa, brjóstsviða, aukinnar munnvatnsmyndunar, bragðsskynsbreytinga, kyngingarerfiðleika, aukinnar eða minnkaðrar matarlystar, ógleði og uppkasta.

Truflun í neðri helmingi meltingarvegar leiðir til verkja, uppþembu, vindgangs, harðlífis, niðurgangs, þyngdaraukningar eða þyngdartaps og blæðinga í hægðum. Oft eru það kvíði og áhyggjur, stress og ójafnvægi í tilfinningum, sem eru orsök truflunar í líkamsstarfseminni og getur það leitt til meltingarfærasjúkdóma. Því er mjög nauðsynlegt að skoða tilfinningalega líðan, ásamt því að fara vel í gegnum lífsstíl og mataræði þess sem að þjáist af meltingarfærakvillum.

Bakflæði úr vélinda
Einkenni eru óþægindi í efri hluta kviðarhols, brjóstverkur sem er verri við að beygja sig, að lyfta einhverju, að reyna á sig, að liggja og á nóttunni. Matur gengur oft til baka upp í munninn.
Alvarleg einkenni eru ef orðnir eru kynngingarerfiðleikar, uppköst á blóði, blóðleysi, þreyta og fölvi, einnig hjartsláttatruflanir og kvíði.
Líffæri sem áhrif hafa eru magi, efri hluti, ásamt magamunna, efra magaop, hringvöðvi á milli vélinda og maga.

Magabólgur
Einkenni eru verkir í efri hluta kviðarhols, uppköst, slímuppgangur, uppþemba, ropi og vont bragð í munni.
Alvarleg einkenni eru uppköst á blóði, blóðskortur og skortur á B12. Getur leitt til Anorexiu og getur einnig orðið að magasári, ef að verkir og bólgur er langvarandi (mán. jafnvel ár). Þá er verkurinn staðbundinn beint fyrir miðju eða aðeins til hægri. Sjúklingur getur bent á verkjasvæði með einum fingri. Uppköst slá á verkinn, sem er verri við að borða og eftir mat. Lystarleysi verður vegna hræðslu við að borða og getur valdið þyngdartapi.
Líffæri er magi, efra kviðarholssvæði.

Skeifugarnasár
Einkenni eru staðbundnir, langvarandi verkir á efra kviðarholssvæði. Verkir eru betri við uppköst og við að borða og getur því leitt til þyngdaraukningar. Verkir eru verri fyrir mat og á nóttunni. Matarlyst er góð og aukin munnvatnsmyndun.
Alvarleg einkenni, sem eiga einnig við ef um magasár er að ræða, eru þrenging á neðra magaopi, portmunna, vegna örvefs sem myndast við sárið og veldur miklum uppköstum sem innihalda fæðu síðastliðinna 12 klt. eða meira. Einnig uppköst á blóði og svartar hægðir sem benda á blóð í hægðum. Uppþemba og blóðleysi. Ef sár opnast út í kviðarholið getur það valdið lífhimnubólgu. Sár gæti vaxið inn í briskirtilinn og valdið skelfilegum verki sem leiðir út í bakið, maginn harðnar og hreyfingar geta hamlast, blóðþýstingur lækkar og púls verður hraður, líkami fer í sjokkástand.
Líffæri eru skeifugörn, ásgörn, dausgörn, magi og magaop (portmunni).

Gallsteinar
Sárir verkir hægra megin, ofarlega í kviðarholi. Oft fylgir ógleði og stundum uppköst. Eirðarleysi og svitaköst. Uppþemba og óþægindi í kviði sérstaklega eftir fituríkan mat.
Alvarleg einkenni eru ef að gallsteinarnir fara að hreyfast og festast í gallgangi og gallið kemst ekki framhjá, þá er hætta á bólgu og sýkingu í gallblöðru, Gallblöðrubólga. Þá bætist við að verkurinn er stöðugur, hiti getur komið ásamt hröðum púlsi. Getur valdið Gulu þar sem að gallið nær ekki að komast í skeifugörnina.
Líffæri eru gallblaðra og lifur.

Brisbólga
Ákaflega sár verkur í efri hluta kviðarhols og leiðir aftur í bak og í brjóst. Oft fylgja uppköst og ógleði. Kviður er viðkvæmur og harður. Hraður púls, lágur blóðþrýstingur, fölvi og sviti.
Alvarleg einkenni eru þyngdartap sem getur leitt til Anorexiu. Lostástand og hugsanlegt meðvitundarleysi. Brisið getur orðið óstarfhæft og hættir þá að framleiða meltingarhvata sem leiðir til meltingartruflana og hættir að framleiða insúlín sem getur leitt til Sykursýkis.
Líffæri er bris.

Ristilbólgur
Verkir eru vinstra megin í neðra kviðarholssvæði og eru betri við hægðalos. Oft er niðurgangur, slímugar og/eða blóðugar hægðir, stöðug þörf til að létta á sér. Þreyta fylgir mjög gjarnan.
Alvarleg einkenni eru að ástand getur leitt til Anorexiu, þyngdartap, blóðleysi og hiti. Langvarandi bólgur geta leitt til Crohn´s, liðagigtar, lifrasjúkdóma, lithimnubólgu, blóðtappa og lekra þarma sem geta valdið Lífhimnubólgu, krabbamein.
Líffæri er ristill.

Garnapokar
Eru oft einkennalausir. Stundum koma krampakenndir verkir og stundum eymsli vinstra megin í neðra kviðarholi. Verkir eru betri við að losa vind og við hægðir. Stundum er harðlífi og/eða niðurgangur. Stundum blóð í hægðum.
Alvarleg einkenni eru ef að bólgan verður mikil getur orðið stífla í ristlinum.
Líffæri eru ristill, aðallega fall- og bugðuristill.

Ristilkrampar
Krampakenndir verkir, öðru hvoru megin, neðarlega í kviðarholi. Verkir eru betri við hægðir og verri við að borða. Uppþemba og vindgangur. Breytilegur verkur. Slím í hægðum, niðurgangur eða hægðatregða. Tengist tilfinningum og skapi.
Alvarleg einkenni eru, að ástand getur leitt til Crohn´s og krabbameins.
Líffæri er ristill.

Hómópatía hefur reynst mjög vel í mörgum tilfellum meltingarsjúkdóma, ásamt því að bæta mataræði og auka hreyfingu.Ýmis bætiefni er gott að taka, sérstaklega góðar fitusýrur, acidophilus og GSE (grapefruit seed extract). Gott er einnig að taka inn C vítamín, B vítamín, kalk og magnesíum. Hvítlaukur og engifer geta mikið hjálpað við t.d. bólgur í meltingarvegi. Eins ætti að prófa að drekka cayennepiparte og sítrónuhunangste, eingöngu ætti að nota óunnið, hrátt hunang.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.