opinn gluggiHér á landi koma svo sannarlega dagar þar sem erfitt getur verið að opna gluggana, allavega á þeirri hlið húss og hýbýla sem vindurinn stendur upp á. En svo koma dagar þar sem vindur er í lágmarki og þá er svo gott og frískandi að geta opnað allt upp á gátt og hleypt inn fersku og ómenguðu lofti.

Árangursríkasta leiðin til að losna við sýkla úr umhverfi okkar er að opna glugga á heimilum okkar og vinnustöðum. Þetta er ódýrasta og einfaldasta leiðin til bættrar heilsu.

Rannsókn var gerð af breskum rannsakendum við Imperial College London, á sjúkrahúsi í Lima í Perú og birt í The Public Library of Science journal. Í rannsókninni voru borin saman 82 herbergi á sjúkrahúsinu. Voru 70 þeirra með náttúrulegri loftræstingu, þ.e. loftið var hreinsað með því að opna glugga og 12 herbergi höfðu loftræstikerfi. Mælingar rannsóknarinnar sýndu, við allar aðstæður, jafnvel þegar enginn vindur var úti fyrir, að náttúrulega loftræstingin reyndist árangursríkari til þess að hreinsa sýkla úr lofti herbergjanna.

Við það að opna glugga og dyr og auka þannig hringrás loftsins í herbergjum, náum við mun betri árangri og drögum úr áhættu á smitsjúkdómum. Mun árangursríkari leið til að hreinsa loftið, en með dýrum loftræstikerfum sem jú einnig þurfa á stöðugu viðhaldi að halda.

Þessi ódýra og “gamaldags” aðferð stendur fullkomlega undir væntingum og engin ástæða til að eyða fjármagni í loftræstikerfi, ef hugsað er um að opna gluggana oft og reglulega.

 

Njótum ferska loftsins og opnum alla glugga þegar veðurskilyrði leyfa.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.