auga - clear-eyeAugun eru afar næm og viðkvæm líffæri sem liggja varin í fitulagi í augntóftunum. Augnlok og augnhár verja augun fyrir hnjaski, ásamt því að varna því að aðskotakorn komist í augun. Augnlokin gegna einnig því hlutverki að mýkja slímhimnu augans og þannig skola burtu óhreinindum.

Sagt er að augun séu gluggar sálarinnar, en augun geta líka gefið vísbendingar um almennt ástand líffæranna.

Blóðhlaupin augu geta verið afleiðing augnþreytu, almenns þreytuástands og óhóflegrar drykkju áfengis.  Litlu blóðæðarnar á yfirborði augans stíflast og bólgna upp.  Einnig geta blóðhlaupin augu bent til skorts á B2 og B6 vítamínum og of litlu próteini í fæðunni. Þurr augu og náttblinda getur stafað af A-vítamínskorti. Nauðsynlegt er að passa upp á að fá nægan svefn, draga úr áfengisdrykkju og eyða minni tíma við tölvuna og sjónvarpið.  Auka ætti B vítamín og próteinmagn í fæðunni og taka inn mjólkurþystil sem styður við hreinsun líffæranna.

Pokar undir augunum myndast oft ef mikið er borðað af salti, einnig ef svefn er ekki nægur og vegna fæðuóþols.  Hjá eldra fólki geta þeir bent til vanhæfs skjaldkirtils eða nýrnavandamála. Hómópatískar remedíur hafa gagnast vel við bólgumyndun í kringum augu. Kali remedíur eiga oft við þegar bólgur eru ofan við augun, á augnlokinu. Remedían Apis mellifica á gjarnan við ef bólgan er allt í kringum augað og remedían Arsenicum alba er algeng þegar bólgan er fyrir neðan augað, líkt og poki.

baugar undir augaDökkir baugar koma oftast fram eftir svefnlitlar nætur, en geta þó verið arfgengir.  Einnig geta þeir vísað til meltingarfæravandamála,  sérstaklega ristils- og lifrarvandamála.  Einnig gæti verið um fæðuóþol eða mikið harðlífi að ræða. Ef miklir og dökkir baugar eru til staðar gæti remedían Phosphoricum acidum gagnast vel.

 

Hér eru listaðir ýmsir augnsjúkdómar og einkenni þeirra. Margar hómópatískar remedíur geta gagnast vel við ýmsum augnkvillum,  en ávallt er heillavænlegast að leita til faglærðs hómópata til aðstoðar við val á bestu remedíunni hverju sinni.

Augnslímhúðarbólga (Conjuctivitis)
Oftast er roði á litlu svæði augnslímhúðarinnar eða þá roðinn er yfirgripsmikill og þekur alla augnslímhúðina og innanvert augnlokið.  Óþægindi eru vegna grófleikatilfinningar í auga, ásamt útskilnaði og ljósfælni.
Ef roðinn er þrálátur og gröftur minnkar ekki ásamt hitatilfinningu í auganu getur bólgan farið að verða alvarleg.

Hornhimnubólga (Keratitis)
Roði er venjulega bundinn við svæðið í kringum hornhimnuna.  Verkur er í auganu, ljósfælni, aukin táramyndun og kippir í augnloki.
Sýking getur valdið sárum eða skemmd (gráhvítur blettur) á hornhimnunni, mikil hætta er á varanlegu sjóntapi, jafnvel blindu ef einkennin eru þrálát og versnandi.  Hverslags sjóntruflanir, sérstaklega ef einungis annað augað á í hlut, skulu teknar alvarlega og meðhöndlað hið fyrsta.

Bólga í himnu utan yfir hvítu (Episcleritis)
Roði er í öðru auganu á staðbundnu svæði, sem er aumt ef þrýst er á augað.
Ef verkur er í enni og kinnholum og roðinn dekkri með hvítum skellum, sem gætu bent til að hluti augnhvítu sé að deyja, þá er sýking komin í augnhvítuna og ástandið orðið alvarlegt.

Bólga í æðu og lithimnu (Uveitis)
Roði er útbreiddur, oftast í öðru auganu.  Ljósfælni og aukin táramyndun, ásamt verk.  Svipar til augslímhúðarbólgu en hefur mun meiri roða í kringum hornhimnuna. Ef einkenni verða þrálát geta þau leitt til að ský kemur á auga, með miklum verkjum og skertri sjón (gæti svipað til gláku).

Æðuhimnubólga (Choroiditis)
Hér er ekki um neinn sérstakan roða að ræða, bólga er í æðuhimnu og oftast fylgir roði bólgu en í þessu tilfelli er hann óverulegur og vart greinanlegur.
Sjón verður óskýr.  Er ekki alvarlegt nema ef bólga fer í sjónhimnuna sem gæti valdið þrýstingi og skemmdum.

Gláka (Glaucoma)
Þrálátur roði í kringum svæði hornhimnunar ef um er að ræða gláku hjá fjarsýnum einstaklingi, hjá þeim er einnig hraðari framganga einkenna, þokukennd sjón með regnbogasýnum.  Ástandið er þrálátt, þrýstingsaukning verður í auga, sjóntap og síðar jafnvel blinda. Hjá nærsýnum einstaklingum og sykursjúkum eru einkennin hægfara og lúmsk.  Oft ættgengt ástand. Einnig getur Gláka myndast vegna meiðsla, notkunar steradropa í augu og komið í kjölfar annarra augnsjúkdóma eins og bólgu í æðu og lithimnu (Uveitis). Gláka veldur miklum þrýstingi sem skaðar sjóntaugina og leiðir til mikillar sjónskerðingar, jafnvel blindu.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.