sciatic-nerve-and-nerve-painSettaugabólga (Sciatica) er samnefni yfir verki í úttaugakerfi hryggjarins, nánar tiltekið í neðra baki. Sciatica dregur nafn sitt af stærstu hryggjartauginni N.Ischiadigus (L4-S3), sem ávallt verður fyrir mesta áreiti hryggjartauga vegna staðsetningu og sverleika. Taugin greinist til stóru vöðvanna, M.Semitendinosus/Semimembranosus og M.Biceps Femoris (caput longum), og klífur sig síðan í N.Peroneus og N.Tibialis.

Orsök settaugabólgu er þrýstingur frá útbungun hryggjarbrjósks eða brjósklos. Einnig getur taugin bólgnað vegna mikils þrýstings vöðvavefja í mjaðmagrind. Taugin getur laskast vegna áverka eða vegna þrýstings sem leiðir frá áverka á öðrum vefjum t.d. ef hryggjarbein brotnar eða blæðing verður inn á vöðva. Settaugabólga leiðir til minnkandi krafts í mjaðmagrind og í aftanverðum lærvöðva, minnkun skynjunar á því svæði sem skynhluti taugarinnar á húð nær yfir og minnkandi Akkilles reflex.

Í flestum tilvikum er hægt að sjá orsök þrýstingsins með röntgenmyndatöku, þá sést minnkað bil á milli hryggjarbola eða tekin er þversniðsmynd af brjóski milli hryggjarliða, með segulómun.

Meðhöndlun felst í losun á þrýstingi og að draga úr bólgum af tauginni og vefjunum í kring. Ýmsar aðferðir eru notaðar, nudd, nálarstungur, hómópatía, tog, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, liðlosun og sérhæfðar æfingar.

Ef ekkert af þessu nær þrýstingnum af tauginni, er oft gripið til skurðaðgerðar þar sem að hluti brjósks er fjarlægt. En ráðlagt er að flana ekki um ráð fram því að oft losnar þrýstingurinn af tauginni með tímanum og þá er skurðaðgerð óþörf.

Brjósklosverkur er mjög kröftugur verkur vegna mikils þrýstings á úttaugakerfi. Verkurinn leiðir niður aftanverðan fótinn eða niður hlið lærisins og er verri við minnstu hreyfingu, það eitt að hnerra eða hósta getur valdið miklum verkjum og oft getur sjúklingur alls ekkert hreyft sig. Eins finna sumir fyrir doða á tilteknum svæðum.

 

dolori articolari 1Mismunandi er eftir staðsetningu brjóskloss hvernig einkenni lýsa sér, t.d. ef þrýstingur er á L5 getur einstaklingurinn ekki kreppt ristina og ef að þrýstingur er á L4 er veikleiki helst í lærvöðva og hnjálið.

 

Ef grunur er um brjósklos, skal ávallt leita til sérfræðinga, bæklunarlæknis og/eða sjúkraþjálfara til frekari rannsóknar.

 

bakverkur

Margar hómópatískar remedíur hafa reynst vel þegar um settaugarbólgu er að ræða, hér að neðan má sjá stutta greiningu og samanburð á nokkrum af þeim algengustu.

Rhus toxicodendron: einstaklingur fær reglulega settaugabólgu, verki má rekja til ofreynslu og að hafa verið í miklum raka. Verknum má lýsa sem rífandi, brennandi sársauka, með dofatilfinningu. Einstaklingi líður verr við hvíld og á nóttunni. Hreyfing léttir á verkjum en eingöngu í litla stund. Einstaklingur sem gæti þurft á Rhus tox. að halda er gjarnan pirraður og algjörlega búinn á því.

Aconitum: einstaklingur fær settaugarbólgu eftir að hafa verið í köldu roki. Hann er kvíðinn og eirðarlaus og líður verr á nóttunni. Vill alls enga snertingu, en líður betur í hita og við heita bakstra. Sársaukinn er óþolandi mikill og fótur er dofinn.

Belladonna: einstaklingur upplifir mikinn sársauka. Hann er eirðarlaus og verður sífellt að breyta um stöðu til að létta á verkjum og líða betur. Honum líður betur við hita og að láta fót “hanga niður”. Getur alls ekki þolað að fatnaður komi við sig eða þrýsti á.

Colocynthis: einstaklingur finnur sársaukann leiða að hné eða hæl, verkurinn er verri við hreyfingu og kulda. Hann hefur á tilfinningunni að þröngt band sé bundið um lærið. Einstaklingur sem gæti þurft á Coloc. að halda er pirraður og verður auðveldlega reiður. Reiðin eykur sársaukann, en þrýstingur á verkjasvæði léttir á.

Pulsatilla: einstaklingur finnur væga verki, lýsir sér meira sem þyngsli og þreytuverkir. Æðar eru útþandar og verkir færast, flakka um. Verkir eru verri við mikinn hita og einstaklingnum líður ávallt betur við að vera undir berum himni, í fersku lofti.

Nux Vomica: einstaklingur hefur skjótandi verki sem leiða niður í fót, stífleiki er til staðar og vöðvinn dregst saman, fóturinn er kaldur með lömunartilfinningu. Einstaklingurinn er eirðarlaus og oft fylgir einnig hægðatregða. Þrýstingur léttir á sársauka og honum líður betur í heitu baði.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

4 Responses to Bakverkir – Settaugabólga

 1. Hanna Eliasdottir says:

  Eg hef verið með verki frá rasskinn niður lærið að aftan niður i hnésbot og stundum niður i fotlegg. Einnig koma stundum hrikalegir verkir i bæði lærin á nottunni. Buið er að seguloma hrygginn 2 svar með nokkra ára millibili. Læknirinn setti mig á Gabapentin. Það verkaði mjög vel á nokkrum mánuðum. Eg hætti alveg að fa verk i rasskinn og aftanvert læri, gat gengið þokkalega vel.Sen i staðinn jukust verkirnir í lærunum á nottunni. Eg for i sprautur til Bjarna Valtyssonar. Þær verkupu vel á bakið. Fyrir ca 3 vikum tok læknirnn af mer Gabapentin. I dag er verkurinn i rasskinn og niður læri kominn á fullu aftur. Eg ða eftir að trappa niður lyfið i 10 daga. Er Gabapentin hættulegt? Mer finnst skritið að taka af mer lyf sem verkaði svona vel. Nu sef eg á næturna með því að taka 2 Imovane og 2 Panodyl.Er það i lagi.

 2. admin says:

  Sæl Hanna og takk fyrir póstinn ?
  Leitt að heyra með verkjasögu þína, vonandi ertu ekki búin að vera svona lengi.
  Þú spyrð hvort að Gabapentin sé hættulegt – Gabapentin er flogaveikislyf sem er stundum notað við taugaverkjum líkt og þú lýsir. Þú getur lesið allt um lyfin sem þú tekur og aukaverkanir þeirra á síðu Lyfju með því að slá inn lyfjaheitið í leitargluggann á síðunni https://www.lyfja.is/lyfjabokin. Það er mjög eðlilegt að læknirinn þinn endurskoði reglulega og ráðleggi að draga úr inntöku á þeim lyfjum sem áður hafa verið gefin, sérstaklega þegar vel hefur gengið eins og eftir sprauturnar hjá Bjarna Valtýs. Hefur þú prófað að taka Magnesíum og fara í heitt bað fyrir svefn til að slaka á spennu í vöðvum fyrir hvíldina í stað svefnlyfja?
  Þér er velkomið að hafa samband ef þú vilt skoða heildarráðgjöf og remedíur, t.d. með því að senda póst á h2@htveir.is
  Vonandi gengur bataferlið vel og heilsan þín bara uppávið næstu vikurnar.
  Hlýjar kveðjur til þín,
  Guðný Ósk hómópati
  Heildræn heilsa ehf

 3. Hanna Eliasdottir says:

  Takk fyrir svarið. Eg er að glíma við það sama. Gæti þetta verið settaugabólga???Eg hef lesið mer til a netinu. Læknirinn hefur ekkert minnst a þetta. Bæst hafa við einkenni fra blöðru ig meltingu. hvaða lyf og ráð gætuð þið gefið mer.
  Læknirinn setti mig a Gabapentin aftur. Er aðeins buin með 5 daga inntöku
  Takk fyrir
  Kveðja Hanna

 4. admin says:

  Sæl Hanna og kærar þakkir fyrir innleggið.
  Ég tók út úr svari þínu persónulegar lýsingar og sendi á þig tölvupóst með svörum.
  Hlýjar kveðjur,
  Guðný Ósk hómópati
  gudnyosk@heildreanheilsa.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.