rosacea- rósroðiRósroði (Rosacea) er langvinnur húðkvilli sem kemur aðallega fram á andlitinu sem roði, bólumyndun, jafnvel graftarbólur, æðaslit og stundum mikill þroti. Oftast byrja einkennin sem roði á miðandliti, á kinnum, nefi eða enni, en einnig geta þau komið fram á hálsi, bringu, á eyrum og í hársverði.

 

Aðaleinkenni kvillans er roði, sem líkist sólbruna. Fyrst um sinn kemur roðinn og fer, en verður svo varanlegur og með einskonar bláma. Oft fylgir bruna- eða sviðatilfinning og þroti. Þurrkur í andliti getur einnig verið til staðar.

Þegar á líður geta bólur byrjað að myndast og jafnvel graftarbólur, oft með mikilli bólgumyndun.

Æðaslit á kinnum er algengur fylgikvilli og eykst slitið gjarnan með tímanum.

 

Rósroði er þrisvar sinnum algengari hjá konum og algengast að hann fari fyrst að láta á sér kræla upp úr þrítugu. Hann er algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð og sjúkdómurinn kemur oftar fram hjá þeim sem roðna auðveldlega í æsku.

Ekki er vitað hvað veldur rósroða, en talið er að Helicobacter pylori bakterían geti verið tengd kvillanum, einnig hefur húðmaurinn Demodex folliculorum verið tengdur rósroða. Mismikil einkenni rósroða eru sýnileg og algengt er að þau komi í köstum. Lækning við rósroða hefur ekki fundist, en hægt er að draga mikið úr einkennum. Margar hómópatískar remedíur hafa reynst stórkostlega vel við þessum leiða kvilla.

Hér að neðan eru listaðar nokkrar hómópatískar remedíur við einkennum rósroða, en taka ber fram að hómópatía er einstaklingsbundin meðferð og því er ávallt heillavænlegast að ráðfæra sig við útlærðan hómópata til að leitast við að réttasta remedían verði fyrir valinu.

Agaricus – Roði er til staðar með brennandi hita í andliti og kláða á kinnum.

Arsenicum album – Húðin í andlitinu er gróf og lítur út eins og hún sé óhrein. Það er brennandi kláði og mikill sársauki ef viðkomandi klórar sér. Oft fylgir almennt þróttleysi.

Belladonna – Nefið er rautt, bólgið, oft glansandi og með litlum rauðum bólum. Mikill þurrkur er á nefi og þroti á efri vör. Húðin er sjóðheit við snertingu.

Bromium – Bólumyndun á nefi og eymsli undir nefinu og á nasabörmum. Bólga getur verið í skjaldkirtli.

Calcarea phosphoricum – Nef er skínandi eins og sé olíuborið. Brjóstsviði getur fylgt ásamt öðrum magaeinkennum oft verra eftir kvöldmat.

Causticum – Bólumyndun á nefi, sem gæti orðið að sári.

Nux vomica – Rósroða fylgja meltingartruflanir og hægðatregða, algengt ástand hjá þeim sem eiga við mikinn áfengisvanda.

Phosphorus – Bólumyndun á andliti og nasavængjum.

Petroleum – Algeng remedía á seinni stigum rósroða og mikill sársauki er til staðar við hverskonar snertingu.

 

Hér gæti Belladonna jafnvel hjálpað!

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.