Heimagerð sápaVatn og venjuleg handsápa gera nánast sama gagn og sterkar bakteríudrepandi og sótthreinsandi sápur, samkvæmt rannsóknum Dr. Anthony Komaroff sem birtust í janúarhefti Harvard Health Letter. Væri þá ekki skynsamlegra að þvo sér frekar oftar og nota mildari sápur, t.d. heimagerðar sápur. Hér að neðan er uppskrift af auðveldri heimagerðri sápu.

Ef við þvoum hendurnar í 15 sekúndur með venjulegri sápu oft og reglulega, getum við komið í veg fyrir 90% baktería á höndunum. Vöndum handþvottinn og gleymum ekki handarbökum, fingrum og undir hringunum. Þurrkum svo hendurnar vel á eftir.

„Alkóhólblandaður sótthreinsivökvi er góður til síns brúks samkvæmt Dr. Anthony Komaroff, en fæstir nota nægjanlegt magn af honum í hvert skipti, til að teljast nógu árangursríkt. Einnig setja flestir, einungis vökvann í lófana, en ekki á handarbökin, né á fingurna eða á milli fingranna.“

Ekki eru allir sáttir við notkun slíkra sótthreinsivökva né heldur notkunar á sterkum bakteríudrepandi sápum. Umhverfissinnar mæla mjög gegn þeim, þar sem að oftar en ekki eru í þeim mikil og sterk eiturefni. Við notkun þeirra síast þessi efni inn í húðina og í blóðrás líkamans. Eins skolast þau út í umhverfið og í grunnvatnið og eitra þannig náttúruna. Hringrás náttúrunnar veldur því síðan að eiturefni komast áfram í líkama mannfólksins með drykkjarvatninu.

Venjulegar handsápur sem gera ekki síðra gagn, eru oftast gerðar úr fitum og olíum og ættu því augljóslega að vera minna skaðlegar fyrir bæði mannfólk og umhverfi.

Hægt er að versla umhverfisvænar sápur í heilsubúðum og auðvelt er að útbúa sína eigin sápu.

Dásamlega góð heimagerð sápa:

Kókosfeiti 150 gr
Ólífuolía 350 ml
Kalt vatn 150 ml
Lútur 70 gr
Ilmkjarnaolía (t.d. furu, appelsínu, sítrónu, piparmyntu, lavender) 5 ml
Jurtate að eigin vali (má einnig nota mulinn anis, negul, dill, þurrkaðar jurtir)  5-10 gr

Ilmkjarnaolíurnar eru ilmgjafinn – veldu einungis 100% ilmkjarnaolíur.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.