blómkálBlómkál (Brassica oleracea ) Ætu hlutar blómkálsins eru blómhnapparnir og blómstilkarnir, það er allur blómkálshausinn.

Blómkál er hitaeiningasnautt, en inniheldur mikið af vítamínum, A, B1, B2, B3 (niacin), C, K og steinefnum, kalk, járn. Það er mettandi og trefjaríkt. Þegar blómkál er soðið ætti einnig að sjóða blöðin með; þau eru bragðgóð og auk þess rík af næringarefnum, meðal annars af járni og C-vítamíni.

Blómkál er bólgueyðandi og er talið geta hjálpað við að jafna út hormónabúskap líkamans með því að draga úr estrógenmagni.
Blómkál hefur jákvæð áhrif á augnheilsu, þar sem sýnt hefur verið fram á að sulforaphane í blómkáli verndar viðkvæma vefi augans frá oxun.
Blómkál er næringarríkt, en hitaeiningasnautt.
Blómkál hjálpar til við meltinguna, dregur úr hægðatregðu, veitir stuðning fyrir lifrina og stuðlar að afeitrun líkamans.
Í blómkáli er K-vítamín, sem er ómissandi næringarefni fyrir heilbrigð og sterk bein.
Blómkál hefur hátt C-vítamín gildi sem hjálpar líkamanum að verjast sjúkdómum.
Bragð blómkáls er mjög milt og því hentar vel að nota önnur sterkari krydd með því.
Gott er að nota ósoðið blómkál í flesta salatrétti. Blómkálshausinn má sjóða í heilu lagi eða brjóta hann niður fyrir suðu. Ef á að baka kálið í ofni ætti ekki að sjóða það lengur en í 10 mínútur. Blómkál er gott í súpur, kássur og margskonar ofnbakaða rétti.

 

blómkáls-ídýfaTilvalið er að útbúa HOLLA og mjög bragðgóða ídýfu úr blómkáli og hér að neðan er uppskrift af einni slíkri sem er mjög fljótlegt að útbúa (10 mínútur).

Það sem þarf er:

1 gufusoðinn blómkálshaus
2 msk tahini
2 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif
safi úr 1 sítrónu
sjávarsalt og svartur pipar
dass af kúmeni, paprikudufti, hvítlauksdufti, túrmerik og laukdufti (má sleppa einhverju úr eða meira af eða minna eftir smekk)
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til orðið mjúkt, smakkið til og bætið við kryddum að smekk. Gott er að bæta við fleiri hvítlauksrifjum eða setja svolítið af cayennepipar út í dýfuna.

Skerið niður ýmisskonar grænmeti og dýfið í, eða notið á gott brauð eða kex. Okkur finnst mjög gott að borða olífur með  – verði ykkur að góðu 🙂

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.