sty-vogris1Vogrís er bakteríusýking í hársekk á augnloki. Hún er hættulaus og er nokkuð algengur kvilli. Oftast gengur vogrís yfir á 5-8 dögum. Einkenni geta komið fram sem eymsli, bólga og roði á augnloki við augnhár. Gulleitur eða hvítur graftarnabbi getur myndast í bólgunni sem gjarnan springur eftir nokkra daga, við það minnkar verkurinn og bólgan hjaðnar. Oft getur fylgt aukin táramyndun og ljósfælni, einnig getur viðkomandi haft tilfinningu fyrir því að eitthvað sé í auganu.

Aldrei ætti að kreista sýkta svæðið þar sem það getur dreift sýkingunni en gott getur verið að setja heitan bakstur á augað í nokkrar mínútur, nokkrum sinnum á dag til að flýta fyrir að graftarnabbinn springi. Handþvottur er mikilvægur og þvo ætti augað reglulega með volgu soðnu vatni og passa vel að smit berist ekki á milli augna.

Mikilvægt er að nota aldrei snyrtivörur frá öðrum, né lána t.d. maskara, augblýanta, augnhárabrettara og annað sem þú notar á augun þín til að koma í veg fyrir smit.

 

Ýmsar hómópatískar remedíur hafa reynst vel við vogrís, hér að neðan má lesa um nokkrar þeirra, hafa skal í huga að ávallt er heillavænlegast að ráðfæra sig við reyndan hómópata við val á hentugustu remedíunni.

Apis mellifica: Gæti átt við ef kláði er í augnhvarmi, tár eru heit og tilfinning um augun séu að brenna. Bólgur og roði eru á augnhvörmum og brennandi verkur og stingir á bólgusvæði. Augnlokin eru mjög viðkvæm fyrir snertingu og oft er eins og sandur sé í augunum. Mikil viðkvæmni er fyrir birtu, en einstaklingurinn vill ekki hafa eitthvað fyrir augunum. Betri líðan er þegar að léttir, kaldir bakstrar eru lagðir yfir augun, en verri við heita bakstra.

Hepar sulphuris: Gæti átt við ef augnlok er mjög viðkvæmt fyrir snertingu, kulda og köldum vindi. Sláttarverkur er á bólgusvæðinu og oft kemur mikill útskilnaður frá auganu og viðkvæmni er fyrir birtu. Einstaklingur getur verið mjög pirraður og móðgast auðveldlega. Betri líðan er við að liggja, með heita bakstra yfir augum.

Pulsatilla: Gæti átt við ef vogrís er frekar á efra augnloki, bæði kláði og brunatilfinning er í auganu, sérstaklega á kvöldin. Oft er lítill eða enginn verkur á bólgusvæðinu, en táraframleiðsla er mikil og það rennur stöðugt úr auganu, sérstaklega þegar verið er úti við. Oft er útskilnaður frá bólgunni þykkur og gulleitur eða grænn. Viðkvæmni er fyrir birtu og einstaklingi finnst gott ef kaldir bakstrar eru lagðir yfir augun. Einstaklingurinn vill mikla samúð og sækir í ástúð og umhyggju. Betri líðan er við að vera við opna glugga og að geta andað að sér fersku lofti. Þorsti er ekki til staðar, en einstaklingur vill helst súpa á köldu vatni.

Staphysagria: Gæti átt við ef um er að ræða síendurtekna vogrís. Mikill kláði fylgir, sérstaklega á brúnum augnhvarma. Tilfinning er um að augað sé þurrt, þrátt fyrir mikla táramyndun og að tár leki stanslaust úr því. Einstaklingurinn sýnir gjarnan reiði og vill ekki snertingu, honum líður betur við hita og eftir svefn og hvíld.

Sulphur: Gæti átt við ef um síendurtekna vogrís er að ræða, með brennandi verkjum á augnhvörmum. Augnsvæðið er heitt og einstaklingnum líður verr við hita og heitt vatn. Útskilnaður frá auganu brennir húðina og roði er í kringum augað. Einstaklingurinn getur verið eirðarlaus og pirraður, sérstaklega ef honum er of heitt. Betri líðan er við hreyfingu eða að liggja á hægri hlið, en verri við að standa uppréttur.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.