veikt-barn-homomyndNánast alltaf er talað um nefkirtla í fleirtölu þrátt fyrir að þeir séu í rauninni einn samvaxinn massi, sem staðsettur er í nefkoki. Allir fæðast með nefkirtla, en frá 7-8 ára aldri minnka þeir smám saman og hverfa oftast alveg um kynþroskaaldur. Séu nefkirtlarnir teknir með skurðaðgerð á unga aldri, getur verið að þeir vaxi aftur.

Nefkirtlar eru einnig oft nefndir kokeitlar, vegna staðsetningarinnar og að þeir geta lokað fyrir kokhlust, valdið öndunarörðugleikum, hrotum og jafnvel eyrnasýkingu. Bæði nefkirtlar og hálskirtlar eru hluti af ónæmiskerfinu, þeir vernda líkamann fyrir bakteríum og veirum sem andað er að sér og hjálpa þannig líkamanum að koma í veg fyrir sýkingar.

Nefkirtlarnir geta stækkað mikið ef sýking er til staðar og minnka síðan í eðlilega stærð þegar dregur úr sýkingunni. Í sumum tilvikum geta þeir haldið áfram að stækka eftir að sýkingin er farin og sum börn fæðast með sérlega stóra nefkirtla.

Helstu fylgikvillar stækkaðra nefkirtla geta verið stíflað nef, eyrnavandamál, eyrnabólgur og vökvi í eyrum, svefnvandamál, hrotur, hálsbólga, kyngingarerfiðleikar, bólgnir hálskirtlar og eitlar, öndunarerfiðleikar, sprungnar varir og munnþurrkur.

 
Hómópatísk meðferð getur gagnast vel þegar um er að ræða kvilla vegna stækkaðra nefkirtla. Ávallt er heillavænlegast að leita aðstoðar til faglærðs hómópata, en hér eru nokkrar remedíur nefndar sem hafa reynst vel:

Baryta carbonica er ein aðalremedían við stækkuðum nefkirtlum og þá sérstaklega þegar bæði nef- og hálskirtlar hafa stækkað sökum sýkingar. Barninu er kalt og útlimir sérstaklega kaldir og barnið er mjög viðkvæmt fyrir veðrabreytingum og köldum vindi sem getur komið af stað hóstakasti. Barnið hnerrar og þykkur gulur útskilnaður kemur frá nefi. Mikill verkur er við að kyngja og vond lykt af andardrætti barnsins. Barnið er veikburða og svitnar sérstaklega á fótunum, sem geta lyktað illa.

Calcarea carbonica hefur einnig reynst vel við stækkuðum nefkirtlum, sérstklega ef barnið verður oft kvefað og verður oft veikt. Síendurtekin sýking veldur stækkuðum nef- og hálskirtlum. Börn sem þurfa Calcarea carbonica svitna mikið, sérstaklega á höfðinu og eru yfirleitt mjúklega vaxin, þau eru mjög þrjósk og geta verið pirruð. Algengt er að þau sæki sérstaklega mikið í að borða egg.

Mercurius sol er sérlega góð þegar barnið hefur stækkaða nefkirtla og fær einnig eyrnabólgu. Þykkur gulur eða vatnskenndur blóðlitaður útskilnaður kemur frá eyranu sem lyktar illa. Barnið kvartar mest um eyrnaverk á nóttunni.

Mercurius iodide hefur einnig reynst vel við stækkuðum nefkirtlum, þegar hálskirtlar eru einnig bólgnir. Andremma er mikil og barnið er stöðugt að kyngja.

Kali sulphuricum hefur reynst vel þegar nefkirtlar hafa vaxið aftur eftir að hafa verið fjarlægðir með skurðaðgerð og barnið kvefast. Nefið er mjög stíflað, barnið andar með munninum og hrýtur. Gulur útskilnaður kemur frá nefi.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.