screen-shot-2016-11-03-at-10-03-30-copyBreytingaskeiðið er í hugum margra kvenna það lífsskeið sem þær hlakka síst til, en flestar konur upplifa einkenni breytingaskeiðsins á aldrinum 45 – 55 ára. Þetta skeið lífsins sýnir óumflýjanleg merki þess að konan sé að eldast og margar hverjar upplifa kvíða vegna þeirra breytinga sem eru í vændum. Orðið “breytingaskeið” hefur jafnvel verið gildishlaðið neikvæðri meiningu. Smám saman hefur þetta verið að breytast og umræða um einkenni breytingaskeiðsins að opnast. Í dag eru konur á besta aldri duglegar að tala saman og deila reynslu sinni. Opin umræða, reynslusögur annarra af breytingaskeiðinu, umræða um einkenni þess og hvað virkar vel til að takast á við hvimleiða kvilla er einmitt svo mikilvæg. Breytingaskeiðið er eðlilegt skeið í lífi allra kvenna og með réttu hugarfari getur þetta tímabil breytinga verið spennandi skeið sem margar konur læra að njóta.
Ýmsar breytingar á líkama og líðan kvenna sem tengjast breyttum hormónabúskap eru óhjákvæmilegar á breytingaskeiðinu. Þá er gott og styðjandi mataræði, ásamt reglubundinni hreyfingu, mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri heilsu og orku.

maturMataræði:
Grænmeti, lauf-grænt grænmeti, góðar fitur, drekka vatn, borða hollt prótein, flókin kolvetni og huga vel að vítamín- og steinefnabúskap líkamans er mikilvæg næring fyrir líkama kvenna á breytingaskeiðinu. Einnig hefur verið bent á að gott væri að forðast sumar tegundir matvæla sem geta aukið ákveðin einkenni breytingaskeiðsins. Sykur, kaffein og áfengi eru meðal þess sem er best að neyta í hófi. Einnig er gott að sleppa skyndibitafæði og gosdrykkjum sem hafa lítið næringargildi.  Eins og alltaf er vatnsdrykkja mjög mikilvæg og hjálpar til við eðlilega virkni og hreinsun líkamans.

Hreyfing:
Regluleg hreyfing eða líkamsrækt er nauðsynleg á breytingaskeiðinu og stuðlar að uppbyggingu beina. Göngur, hlaup eða hverskonar þungaburður styrkir bein og stuðlar að uppbyggingu þeirra. Allar konur ættu einnig að gera reglulegar grindarbotnsæfingar til að styðja vel við legið, þvagfærin og endaþarminn.

Beinþéttni:
Kalsium, D-vitamín, K-vítamín og magnesíum eru nauðsynleg vítamín og steinefni sem stuðla að beinþéttni. Grænmeti er einnig nauðsynlegt góðri beinheilsu, hvort heldur er eldað eða hrátt. Laufgrænt grænmeti hefur mest af þeim vítamínum og bætiefnum sem eru góð fyrir bein. Veldu einnig góð vítamín til frekari stuðning við beinþéttni og vertu dugleg að hreyfa þig, því líkamleg áreynsla er mikilvæg til að viðhalda sterkum beinum.

Hitakóf:
Örvandi matvæli á við kaffi, áfengi eða sykur eru líkleg til að gera hitakófin verri. Einnig er sterkur matur og súkkulaði alræmd fyrir að kveikja á hitakófum, sérstaklega þeim sem koma yfir á nóttunni.

Þreyta:
Sykurneysla stuðlar að sveiflum á blóðsykri og í niðursveiflunni er algegnt að finna til þreytu eða jafnvel slens. Veldu frekar ferska ávexti eða hollar hnetur til að maula á milli mála. Sveiflur á blóðsykri geta einnig valdið depurð eða pirringi.  Heilnæmt mataræði og reglubundin hreyfing hjálpar til við framleiðslu serótóníns, sem stuðlar að betri líðan. Borðaðu morgunmat, drífðu þig í rækitna eða út að ganga og ekki missa úr máltíðir til að koma í veg fyrir blóðsykurssveiflur. Þetta mun einnig styðja við betri svefn.

Húðin:
Belgjurtir, hnetur og fræ, s.s. grasker, sólblómaolía og möndlur innihalda E vítamín, sink og kalk sem eru mikilvæg húðinni. Þessi næringarefni og olíur í hnetum og fræjum geta hlúð að þurri húð og stuðlar einnig að betra jafnvægi fyrir hormónabúskap líkamans.

Hér má lesa meira um breytingaskeið kvenna

 

Guðrún Tinna Thorlacius tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa á facebook
Hómópatía fyrir alla á Facebook

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.