verkir-sem-benda-a-tilfinningastifluTenging á milli líkama og huga er oft vanmetin. Algengt er að einstaklingar upplifi sára verki í líkamanum sem tengjast tilfinningum og andlegri heilsu.

Verkir eru aðferð líkamans til að vekja athygli okkar á að ójafnvægi er til staðar. Líkaminn lætur vita af sér með því að senda boð með sársaukataugum til heilans til að þú getir þá gert viðeigandi ráðstafanir og leiðrétt það sem farið hefur úrskeiðis. Við þekkjum það flestöll að hafa einhvern tíman á ævinni upplifað verki. Verkirnir geta verið af ýmsum toga, vegna mismunandi ástæðna og við upplifum þá á mjög mismunandi hátt.

 

Veittu því athygli hvar þig verkjar og kannaðu hvort að eitthvað af neðangreindum atriðum geti gagnast þér í þínu verkjaferli.

 

Höfuðverkir
Algengt er að höfuðverkir tengist streitu. Þú ættir að leitast við að slaka á, taka þér frí, fara út að ganga, í sund eða stunda reglulega hreyfingu. Forgangsraðaðu verkefnum til að hafa betri yfirsýn og draga þannig úr streitu.

Verkir í hálsi
Verkir í hálsi geta tengst mistökum. Við erum mannleg og gerum öll mistök einhvern tíman á ævinni, oft burðumst við áfram lífið með minningar tengdum þessum mistökum. Einbeittu þér að því að læra að fyrirgefa sjálfum þér og þeim sem þér þykir vænt um, það gæti verið lykillinn að minni verkjum á hálssvæði líkamans.

Verkir í öxlum
Verkir í öxlum geta tengst tilfinningalegri byrði. Reyndu að finna út hvað það er sem þú ert að burðast með. Mögulega gætir þú beðið þína nánustu um aðstoð við verkefnin þín og ábyrgð. Oft er nóg að finna náinn einstakling sem gefur þér tíma og hlustar á hvað er að valda þér þessum þyngslum.

Verkir í efri hluta baks
Verkir í baki, sérstaklega í efri hluta baksins tengjast oft skorti á tilfinningalegum stuðningi. Þú hefur á tilfinningunni að þú standir alltaf einn og óstuddur í öllum þínum verkum. Oft er nægjanlegt að biðja um aðstoð og segja frá því hvernig þér líður. Það að tala um hlutina er oft það eina sem þarf til að leysa vandann.

Verkir í neðri hluta baks
Verkir í neðri hluta baksins gætu tengst áhyggjum, sérstaklega fjárhagslegum áhyggjum. Gefðu þér tíma til að yfirfara fjárhagsstöðuna, finndu þér traustan aðila til að skoða málin með þér og finndu lausnir í stað þess að hafa áhyggjur af peningum og leggja heilsuna að veði.

Verkir í olnbogum
Oft tengjast verkir í olnbogum íhaldssemi og tregðu til breytinga. Hefurðu heyrt orðatiltækið, „stífir armar, stíft líf“.  Opnaðu hugann og leyfðu þér að skoða hvað er í boði fyrir utan boxið þitt. Sumar breytingar eru nauðsynlegar, því er best að skoða sem flest og reyna að venjast öðrum leiðum með opinn huga.

Verkir í höndum
Verkir í höndum geta bent til þess að þú eigir það til að einangra þig og ert ekki alltaf tilbúinn að sækja þér félagskap, stuðning og tilfinningalega næringu. Sláðu til og vertu duglegri að þiggja boð frá vinum. Nýttu tækifærin og skelltu þér út með vinum og samstarfsmönnum. Félagsskapur, knús og hlátur í góðra vina hópi geta gert kraftaverk.

Verkir í mjöðmum
Verkir í mjöðmum geta bent til þess að þú sért óhagganlegur einstaklingur. Þú hræðist breytingar, ákvarðanatökur og flutninga. Opnaðu hugann og kíktu út, það er svo margt skemmtilegt í lífinu þegar maður svipast eftir því.

Verkir í hnjám
Verkir í hnjám geta bent til þess að þú sem einstaklingur hafir tilhneigingu til að líta stórt á þig. Það að setja sig á háan stall gerir fallið hærra þegar þú uppgötvar að við erum öll eins í grunninn, fæðumst eins og erum öll dauðlegar verur. Sýnum hvort öðru virðingu og samhug, þannig verður lífið svo miklu auðveldara og betra.

 

Verum hamingjusöm og sátt við okkur sjálf – veljum heildræna heilsu – verum opin og hugsum út fyrir boxið.

 

Hér má lesa fleiri greinar tengdar verkjum:

Verkir – ýmsir líkamlegir verkir

Bakverkir – settaugabólga

Magaverkir – meltingarfærakvillar

Höfuðverkir – hvað er verðlaunahöfuðverkur?

Fyrirtíðaverkir – túrverkir

Þreytuverkir í fótum – vaxtarverkir

Tognun – meiðsl

Tennisolnbogi – golfaraolnbogi

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.