Við hjá Heildrænni heilsu hlökkum til aðventunnar og ætlum að stússa ýmislegt skemmtilegt um helgina með okkar fólki. Hér eru nokkrar hugmyndir að nærandi samveru sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í um helgina:

1.  Setja saman og skreyta piparkökuhús er ótrúlega skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. img_4358-1Passið ykkur á brædda sykrinum ef þið notið slíkt til að líma húsið saman, hann verður mjög heitur og brennir auðveldlega. Annars er líka tilvalið að nota límbyssu, við gerðum það í fyrra með frábærum árangri. Munið bara að borða ekki samskeytin með líminu þegar kemur að átu.

2.  Farið út að ganga í náttúrunni til að kíkja eftir föllnum könglum og sprekum til að nýta í jólaföndur. Gaman er að taka með kaffi eða kakó á brúsa og kannski nokkrar smákökur. Gætið að veðrinu áður en farið er af stað og klæðið ykkur vel. Einnig er tilvalið að taka með ykkur vasaljós ef ganga á í rökkri.

3.  Málið piparkökur, tilbúnar eða heimabakaðar. Blandið saman flórsykri og smá vatni með matarlit til að útbúa litina til að mála með. Það er einnig hægt að kaupa tilbúna liti í brúsa í flestum matvöruverslunum.

4.  Finnið til ýmislegt nýtilegt fyrir jólakortaföndur. Það má t.d. nýta tölur, silkiborða, límmiða, palliettur, glimmer og ýmislegt annað verðlaust og endurnýtanlegt efni sem fellur til á heimilinu. Látið ímyndunaraflið ráða ferðinni.

5.  Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því tilvalið að útbúa saman aðventukrans heimilisins um helgina. Kertið sem við kveikjum á á sunnudaginn heitir Spádómskerti.

Góða helgi,

Guðný Ósk og Tinna

h2nytt-logo-0151

One Response to Fimm skemmtilegar hugmyndir að samveru fjölskyldunnar um helgina

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.