img_20151216_143254-2

Aðventan er yndislegur tími fyrir fjölskylduna, það er gaman að eiga samverustundir við bakstur, föndur og jólaundirbúning. Við skulum reyna sem best við getum að njóta þessara vikna fram að jólum með börnunum og endilega hvetja ömmu og afa til að taka þátt í samverustundunum. Skipuleggjum slíka samveru allavega einu sinni í viku og búum til notalegar minningar. Rólegheit með kakó og smákökur, spjall, spil eða föndur eru gæðastundir sem sitja eftir í minningunni þegar við eldumst.

Á síðasta ári nýttum við tóma mandarínukassa og útbjuggum fínasta fjárhús fyrir Jesúbarnið. Endurnýtum það sem til fellur og föndrum saman.

Það sem til þarf eru tveir mandarínukassar, þykkt pappaspjald fyrir bakhlið í ris, sprek úr garðinum, trjáklippa, áhald til að losa heftin á kössunum og límbyssa.

Tilvalið er að búa til fígúrurnar og dýrin úr leir eða öðru föndurefni, en við ákváðum að nýta styttur sem til voru á heimilinu.

Við byrjuðum á því að taka 1 mandarínukassa alveg í sundur og tókum aðra langhliðina af hinum kassanum.

img_20151215_234012Gólf – Botnplatan af sundurtekna kassanum er nýttur sem gólf í fjárhúsið. Límið kassann sem langhlið var tekin af á lausu botnplötuna.
Gólf í risi – Lausa langhliðin er síðan límd ofan á, fyrir framan þá hlið sem ekki var losuð frá.
Þak – Stuttu hliðar kassans sem tekinn var í sundur eru límdar með límbyssunni  á gólfið á risinu og festar saman í öfugt V svo myndi þak. Eins er gert við langhliðarnar tvær sem eftir eru. Þær koma fyrir framan og standa niður fyrir veggina. Látið passa við þakið að ofan og festið með lími þannig að endarnir slútti yfir veggina jafnt beggja megin. Festið hornkubbana sem féllu frá af sundurtekna kassanum í samskeytin sem stuðning fyrir þakið.
Bakveggur – Sníðið þríhyrning af pappaspjaldinu og límið á sem bakhlið á risinu.

Leyfið líminu að þorna og málið 1. umferð yfir. Við notuðum aðeins svarta málningu og máluðum einungis að utan, en endilega málið með öðrum lit að innan.img_20151215_234821

Á meðan að málningin þornar er tilvalið að byrja að klippa sprekið niður í hæfilega hluta. Best er að byrja að festa sprek á samskeytin á þakinu og líma svo hvert sprek fyrir sig niður aðra hliðina af þakinu. Gerið eins hinum megin.img_20151216_115324

img_20151216_163232

 

img_20151216_143038Þá er hlaðan tilbúin 🙂 Við útbjuggum stiga á milli hæða og smá girðingu á jaðrana úr restinni af sprekinu.

Svo er bara að raða í fjárhúsin og leyfa hugmyndarfluginu að ráða ferð.

Það væri gaman að fá sendar myndir frá ykkur að föndra saman sem við birtum á facebook síðu okkar hjá Heildrænni heilsu.

 

Gangi ykkur vel og góða skemmtun 🙂

Gleðilega aðventu,
hátíðarkveðjur frá Heildrænni heilsu
Guðný Ósk Diðriksdóttir
www.heildreanheilsa.is
Heildræn heilsa á facebook

 

One Response to Fjárhús – endurnýtum og föndrum saman

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.