halsbolga-skyringamyndHálsbólga og eymsli í hálsi eru algeng einkenni hjá bæði börnum og fullorðnum, sérstaklega yfir vetrartímann. Hálskirtlar eru tveir kirtlar sem staðsettir eru aftast í hálsinum, tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir alvarlegri sýkingar í öndunarfærunum, og eru hálskirtlarnir þannig einskonar dyraverðir sem hleypa ekki hverju sem er inn í líkamann við innöndun.

Bólgnir hálskirtlar valda því stundum að aðrir kirtlar og eitlar bólgna, jafnvel þannig að heyrn gæti skerts tímabundið. Oftast eru þessi særindi og bólgur af völdum bakteríu- eða veirusýkinga. Særindi í hálsi gefa oft til kynna að kvef- eða flensusýking sé í vændum, en ofnæmi, mengun og þurrkur í hálsi geta líka valdið þessum særindum.

Oft lagast þessi einkenni af sjálfu sér án meðferða, sterkt ónæmiskerfi sér sjálft um þessi einkenni og þau hverfa á innan við viku til 10 daga. Almennt tíma- og skilningsleysi í þjóðfélaginu verður oft til þess að of fljótt er gripið til fúkkalyfja. Foreldrar mega oft ekki vera að því að leyfa börnum sínum, né sjálfum sér, að vera veik.

 
little girl in bed touching throatHómópatía hefur reynst vel hvort sem um er að ræða bakteríu eða veirusýkingar Börn sýna yfirleitt mjög skjót viðbrögð við hómópatískum remedíum. Ef um mikla notkun fúkkalyfja hefur verið að ræða, má þó búast við að þau bregðist ekki alveg jafn skjótt við remedíum en ella. Hér að neðan fylgir einkennalisti yfir örfáar af þeim remedíum sem geta gagnast bæði börnum og fullorðnum, við eymslum og sýkingum í hálsi. Ávallt er heillavænlegast að ráðfæra sig við reyndan hómópata við val á hentugustu remedíunni.

Aconite: Gæti átt við ef einkenni birtast skyndilega. Einkenni byrja oft eftir að einstaklingnum hefur orðið kalt eftir að hafa verið úti í þurrum köldum vindi. Sá sem þyrfti á Aconite að halda hefur háan hita, er órólegur og virðist áhyggjufullur, kvíðinn og hræddur. Einstaklingurinn er þyrstur og vill oftast kalda drykki. Honum líður betur við ferskt loft, hvíld og hita, en líður verr á nóttunni og í kulda.

Apis mellifica: Gæti átt við ef kirtlar eru bólgnir með stingandi sársauka og oft tilfinningu um að hálsinn sé allur bólginn. Einstaklingnum langar ekki að drekka, en sársauki minnkar þó við að drekka kalt vatn, honum líður verr við að drekka heita drykki. Hann er eirðarlaus, pirraður og erfitt getur verið að gera honum til hæfis. Einstaklingnum líður betur í kulda og við kalda bakstra, en verr við hita og við að liggja.

Arsenicum album: Gæti átt við ef brennandi verkur er í hálsi sem dvínar við að fá heitt að drekka eða við að borða heitan mat. Oft byrja einkenni sem nasakvef sem leiðir síðan til hálsbólgu og er verkurinn oft meira hægra megin. Einstaklingurinn kvartar yfir að vera þurr í munninum og vill oft fá að drekka, en litla sopa í hvert sinn. Sá sem þyrfti á Arsenicum að halda er eirðarlaus og stjórnsamur. Honum líður betur við að drekka heita drykki, við ferskt loft og við að hafa félagsskap, en verr við að borða og við kulda.

Belladonna: Gæti átt við ef einkenni birtast mjög skyndilega og eru mjög áköf. Einkennin eru oftar hægra megin. Einstaklingurinn hefur háan hita og höfuð hans er heitt, oft það heitt að hitinn finnst án snertingar. Andlit og háls er rautt og heitt, þó útlimir geti verið kaldir. Hann er viðkvæmur fyrir ljósi, sjáöldur stækka og mikil löngun gæti verið í að drekka appelsínu- eða sítrónusafa. Einstaklingnum líður betur við heita bakstra, en verr við minnstu hreyfingu.

Hepar sulphuris: Gæti átt við ef viðkomndi er mjög kalt og einkenni í hálsi skána við að drekka heitt. Sársaukinn getur leitt upp í eyra og vont er að kyngja. Einstaklingurinn hefur tilfinningu um að eitthvað sé fast í hálsinum, hár, flís eða fiskibein. Hepar sulphuris getur átt vel við þegar um er að ræða graftarmyndun í hálsi. Sá sem þyrfti á Hepar sulphuris að halda er pirraður og mjög viðkvæmur. Honum líður betur í hita og við heita bakstra, en verr við allt kalt.

Mercurius: Gæti átt við ef einstaklingur fær síendurteknar sýkingar og er mjög viðkvæmur bæði fyrir hita og kulda. Hann vill liggja undir sæng, verður þá of heitt og tekur sængina af sér, en verður þá aftur kalt. Hann svitnar mikið, en líður ekki betur við að svitna. Mikil munnvatnsmyndun er til staðar og hann slefar. Graftarlykt kemur frá munni og gröftur er á hálskirtlum. Einstaklingnum líður betur við hvíld og á morgnana, en verr á nóttunni og við allar breytingar.

 

Hér eru nokkur gömul húsráð við hálsbólgu:

Mikilvægt að drekka vatn til að halda slímhúð í hálsi mjúkri, saltvatn er líka gott. Blandaðu ½ tsk af sjávarsalti út í 1 stórt glas af vel volgu vatni.

Eplaedik, engifer og sítróna efla ónæmiskerfið. Settu 1 tsk af eplaediki í vatnsglas, skolaðu hálsinn (skrollaðu vökvanum) og kyngdu svo. Bættu við engiferi og eða sítrónu og nýttu á sama hátt.

Eplaedik vinnur á bakteríum. Þetta ráð er líka gott við kvefi og öðrum sýkingum. Blandaðu ¼ bolla af eplaediki við ¼ bolla af hreinu, hráu hunangi og taktu inn 1 msk 6 x á dag.

Hunang er mýkjandi og bakteríudrepandi. Blandaðu 1 msk af hreinu, hráu hunangi saman við safa úr 1 sítrónu í bolla af heitu vatni, drukkið sem te.

Zink, C-vítamín, D-vítamín, fjölvítamín, lýsi og góðgerlar eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og gagnleg til að vinna á sýkingum. Lakkrísrót, regnálmur, salvía og fjallagrös eru kröftugar jurtir sem eru mýkjandi, sýkladrepandi og græðandi fyrir slímhúð í hálsi.

Mikilvægt er að fá góðan endurnærandi svefn til að ná skjótum bata!

Hér að neðan eru fleiri góðar og hjálplegar greinar:

Nefkirtlar

Barkabólga

Kvef, flensur og almennur slappleiki

Getum við aukið mótstöðu okkar gegn umgangspestum

Náttúrulegt sýklalyf – GSE

Pensilín nútímans – Ólífulaufþykkni

Flensubani í krukku

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.