Nú skal tekið á því !!

Nú skal tekið á því !!

Fyrstu mánuðir ársins er sá tími sem flestir ætla sér að snúa við blaðinu. Nýtt ár hefur í för með sér upphaf og ný gildi og margir strengja sér heit á þessum tíma um breyttan lífsstíl og loforð um að núna sé tíminn til að taka sig í gegn. Nú skal byrjað með trompi, byrja að hreyfa sig, hlaupa, klífa fjöll, hjóla, synda, fara í ræktina og svona má lengi telja.

Ákvörðun hefur verið tekin og nú skal brenna af sér alla aukafitu og blása lífi í slappa vöðva. Á slíkum stundum lætur skynsemin oft undan, kappið verður alsráðandi og heldur geyst er farið af stað. Eftir fyrstu æfingarnar er líkaminn útkeyrður, stirður og vöðvaverkir allsráðandi.

Þá er betra að hlusta á líkamann og fylgjast með hvernig hann bregst við. Ef ekki, þá er hætt við að markmiðin renni í sandinn og heitið sem þú gafst þér í nýjársgjöf verði einungis brotið loforð eitt árið enn.

Ef þannig er komið fyrir þig er frábært að eiga til ráð í pokahorninu, þ.e. í remedíusafninu.

Arnica montana er ávallt fyrsta remedía við öllum áföllum, áreynslu og meiðslum. Hún dregur úr verkjum, mari og bólgum. Þú getur fundið sára verki um allan líkama og hann er aumur viðkomu. Þú lætur oft sem ekkert sé að, en ert mjög eirðarlaus og vilt síður að einhver snerti þig og segir að „allt sé í lagi“ þó greinilegt sé að svo er ekki. Öll áreynsla og stöðug hreyfing lætur þér líða verr og þú sækir í að vera í fersku lofti. Anrica ætti að vera til í öllum íþróttatöskum og er frábær þegar álagsmeiðsli koma fram í vöðvum, hún er góð við vöðvakrömpum og ef um ofþjálfun er að ræða.

Einnig er hægt að nota Arnica gel útvortis á vöðvaverki, samhliða inntöku á remedíum.

Bellis perennis er önnur remedía sem gott er að þekkja. Ef bólgan nær djúpt í vöðvann og Arnica hefur ekki hjálpað nægjanlega þá gæti Bellis verið sú remedía sem virkar best. Bellis dregur úr djúpstæðum bólgum og mari á mjúkvef, t.d. lærvöðunum. Bellis hefur reynst vel fyrir þá sem eiga við endurtekin meiðsl að stríða í vissum vöðvum, sérstaklega hjá þeim sem nota meira einstaka vöðva í endurteknum hreyfingum við æfingar.

Fjöldi annarra remedía gætu komið að gagni og má t.d. nefna Bryonia, HypericumRhus tox. , Ruta og Symphytum

Gleymum heldur ekki góðri og hollri næringu og drekkum mikið vatn.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast hjá okkur.

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook

One Response to Hvernig gengur með áramótaheitið?

  1. Guðrún Karla says:

    Takk fyrir pistilinn alltaf fróðlegt að lesa sig til og rifja upp.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.