Stytta - með þyngsli á herðunum 002 (2)Ertu með allt á herðum þér – að sligast vegna þreytu og hefur enga framkvæmdaorku ?

Nánast allir hafa upplifað tímabil í lífinu sem eru verulega orkufrek. Það koma tímar þar sem verkefnin hlaðast upp og algengt er að verkefnin hafi tímamörk. Þá þarf að vinna mikið, oftast undir miklu álagi og vinna þarf verkefnin hratt. Slíkt kallar á langa vinnudaga og viðveru langt frameftir kvöldi, oft kvöld eftir kvöld. Á slíkum tímum getur orkan fuðrað upp og þú verður algjörlega úrvinda vegna þreytu.

Á meðan slíkt tímabil stendur yfir er þreyta eðlilegur þáttur, þú veist af hverju þú ert þreyttur og þú veist sennilega líka hvað þú þarft að gera til að þér líði betur.

Svo eru aðrir sem þjást af stöðugri þreytu og algjöru orkuleysi yfir langan tíma. Slíkt langvarandi þreytuástand hefur mikil áhrif á andlega getu til daglegra verkefna, almenna framkvæmdaorku og einnig mikil áhrif á tilfinninga- og andlega heilsu einstaklingsins.

Þreyta er alls ekki alltaf það sama og syfja, þó að oft fylgi mikil löngun í að sofa og lítil löngun sé til að gera eitthvað annað.

Oft er hægt að rekja ástæður langvarandi þreytuástands til lífsstíls eða venja sem þú hefur tamið þér. Skortur á hreyfingu gæti verið ein af þeim og næringarsnautt mataræði gæti verið önnur ástæða. Þunglyndi getur einnig verið orsakavaldur hjá sumum og eins getur þreyta verið afleiðing af öðrum undirliggjandi sjúkdómum sem þá ætti að láta skoða sérstaklega.

Mikilvægt er að þú skoðir lífsstíl þinn og venjur á heiðarlegan hátt, skoðir vel það sem hugsanlega gæti verið að hafa áhrif á líðan þína og hvort þú sjáir eitthvað í þínu fari sem gæti hugsanlega verið að draga úr orkunni og valda þreytu. Fyrsta skrefið er alltaf að finna út hvort og þá hvað það er sem þú sjálfur gætir gert til að ná upp fyrr orku.

Þreyta og orkuleysi getur verið afleiðing af mörgu:

• of mikilli/of lítilli hreyfingu • streitu og andlegu álagi • tímamismun vegna ferðalaga • óreglulegum svefni eða skorti á svefni • næringasnauðri fæðu • óhollum og óreglulegum matarvenjum • notkun áfengis og ýmissa lyfja • afleiðing af ýmsum sjúkdómum

Skoða þarf allar hliðar lífsstíls og mataræðis ásamt öðrum þeim atriðum sem hér að ofan eru nefnd til að leitast við að ná sem bestu jafnvægi og auka orku til daglegra athafna.

Í þessari samantekt nefnum við örfáar af þeim hómópatísku remedíunum sem hafa gagnast vel vegna þreytueinkenna, tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin:

Aconite hentar ef mikil þreyta er til staðar en viðkomandi kvíðir því að fara að sofa og hræðist það jafnvel að sofna, þar sem hann hefur á tilfinningunni að hann muni ekki vakna aftur.

Arnica montana hentar vel þegar um líkamlega þreytu er að ræða. Eftir miklar æfingar, garðvinnu eða aðra líkamlega vinnu sem líkaminn er ekki vanur, þá er Arnica mjög áhrifarík. Arnica hentar vel þegar allir vöðvar eru aumir og tilfinning er eins og að líkaminn sé allur marinn, sérstaklega ef viðkomandi á erfitt með að liggja kyrr og finnst rúmið allt of hart.

Arsenicum album hentar vel þeim sem vilja helst bara liggja útaf vegna mikillar þreytu.  Viðkomandi líður betur við það að liggja og öll áreynsla dregur úr honum kraft, jafnvel það eitt að hugsa um að þurfa að fara á fætur eða þurfa að sinna erindum getur verið honum ofviða. Hann er eirðarlaus og á erfitt með að hvílast, hræðsla, kvíði og skipulagsþörf geta valdið því að hann á erfitt með að sofna. Viðkomandi liggur og býr til lista í huganum um allt sem hann þarf að gera.

Gelsemium hentar vel þegar syfja er mikil og viðkomandi á erfitt með að halda augunum opnum. Mikil þreyta er til staðar allan daginn og mikil þyngsli yfir höfðinu. Svimi, skjálfti og máttleysi fylgja, ásamt því að oft eru miklir vöðva- og beinverkir til staðar.

Kali phosphoricum vefjasalt hentar einnig einstaklega vel í tilfellum þar sem um síþreytu er að ræða. Öll áreynsla, hvort heldur er andleg eða líkamleg leiðir af sér algjört orkuleysi. Allt virðist óyfirstíganlegt og viðkomandi er alltaf algjörlega búinn á því, engin orka er til staðar. Minnisleysi og gleymska geta orsakað það að orð týnast, bæði í máli og við skrif. Áhyggjur og streita leggjast mjög illa á viðkomandi og þreytan yfirtekur líkama og sál.

Ýmsar fleiri hómópatískar remedíur koma einnig til greina, má þar t.d. nefna: Anacardium, Aurum, Calcarea carbonica, Cocculus. Coca, Coffea cruda, Conium, Ignatia, Natrium muriaticum, Picric Acid., Phosporus Acid., Sarcolacticum acidum, Selium, Tuberculinum, ásamt fjölda annarra, allt eftir þeim einkennum sem viðkomandi einstaklingur sýnir.

Góð húsráð við þreytu:

Leggist í volgt bað, ekki heitt, blandið út í baðið 1 ½  bolla af Himalayasalti. Þreytan lekur úr líkamanum og er á bak og burt eftir baðið.

Ef fætur eru þreyttir eftir erfiðan dag, blandið eplaediki út í fótabað og njótið.

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.