Hjarta og æðasjúkdómar eru afar algengir og því er mikilvægt að huga ávallt vel að hjartaheilsunni. Helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, offita, reykingar, hreyfingarleysi, streita og óhófleg neysla áfengis. Þó að undantekningar séu á, þá má stærstan hluta hjarta og æðasjúkdóma rekja til lífsstíls einstaklingsins. Erfðaþættir geta einnig haft áhrif og þess vegna er mikilvægt að þekkja vel til fjölskyldusögu sinnar.

Regluleg hreyfing hefur almennt góð áhrif fyrir heildræna heilsu. Hún eykur almennt hreysti og dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum m.a. kransæðasjúkdómum. Hreyfing er því mikilvæg líkamlegri heilsu og hefur einnig góð áhrif á andlega heilsu. Nýlegar rannsóknir sýna að hreyfing að jafnaði 3sinnum í viku er oft ekki nægjanleg til að vega upp á móti kyrrsetu og þeir sem sitja mikið við vinnu ættu að standa upp að jafnaði einu sinni á hverjum klukkutíma. Hafa skal í huga að smá breyting á leið og jafnvel á gönguhraða eykur hreyfingu, örlítið meiri hraði þegar gengið er og smálykkja á leiðina sem vanalega er gengin getur haft mikið að segja. Einnig að velja að labba upp og niður stigann í stað þess að taka lyftuna. Allar slíkar litlar breytingar geta haft mikið að segja fyrir hjartað og heilsuna.

Næringin og það sem við borðum hefur mikil áhrif á heildræna heilsu og góða líðan. Mestu máli skiptir að fæðan sem við látum í okkur sé fersk, næringarrík og fjölbreytt. Æskilegt er að borða ferska ávexti, grænmeti og flókin kolvetni sem má finna í heilkornavörum, byggi, brúnum hrísgrjónum og rótargrænmeti. Flókin kolvetni eru rík af vítamínum, steinefnum og trefjum. Einnig eru góðar fitur mikilvægar, sem finna má í feitum fiski, hnetum og avocado, en best er að reyna að forðast harða fitu og takmarka neyslu á unnum matvörum, sætabrauði og sælgæti.

Streita og stress geta haft ótrúlega mikil áhrif á heildræna heilsu. mikilvægt er að vera meðvitaður um líðan sína og hlusta á þau einkenni sem líkaminn sýnir. Slökun, hugleiðsla, jóga og núvitund geta hjálpað okkur að draga úr streitu og láta okkur líða betur og jafvel draga úr líkum á hjarta og æðasjúkdómum. Hugum því vel að líkama og sál.

 

Bandarískur hjartaskurðlæknir, Dwight Lundell, segir að fram til þessa hafi því verið haldið fram að hjartasjúkdómar séu til komnir vegna hækkaðs magns kólesteróls í blóði. Allt annað en kólesteról lækkandi lyf og breytt mataræði hafi of lítið verið skoðað. Fyrir fáeinum árum hafi verið sýnt fram á að það séu bólgur í æðaveggjum sem valdi hjartasjúkdómum en ekki hátt kólesteról í blóði. Breytingar á mataræði fólks í nútímasamfélagi hafi skapað stór vandamál á borð við offitu og sykursýki. Afleiðingarnar sjáum við í hærri dánartíðni og gríðarlegu samfélagsmeini.
Þrátt fyrir þá staðreynd að 25% fólks taki rándýr lyf til að lækka kólesteról í blóði sem og þá staðreynd að við höfum dregið úr fituneyslu þá deyja fleiri Bandaríkjamenn árlega vegna hjartasjúkdóma en nokkru sinni fyrr, segir Lundell. Samkvæmt skýrslum American Heart Association þjást í kringum 75 milljónir Bandaríkjamanna af hjartasjúkdómum, 20 milljónir eru með sykursýki og 57 milljónir hafa einkenni sykursýki á byrjunarstigi. Með hverju árinu sem líður lækkar meðalaldur þeirra sem greinast með þessa sjúkdóma.

Ef bólga í æðaveggjum væri ekki til staðar væri ómögulegt að kólesteról næði að safnast upp í æðaveggjunum sem svo veldur hjartasjúkdómum og hjartaslagi. Bólgan er náttúruleg vörn líkamans við árásum baktería, vírusa og eitrana. Án þessarar bólgu myndi kólesterólið flæða um æðarnar eins og náttúran gerir ráð fyrir í stað þess að það safnist fyrir og setjist á æðaveggi, segir læknirinn Dwight Lundell. Fituskert mataræði er að sögn læknisins rót vandans. Við borðum flest of mikið af einföldum kolvetnum (vörur sem innihalda sykur og hveiti) samhliða ofneyslu á grænmetisolíu (á borð við soya-, maís- og sólblómaolíu).

Ímyndaðu þér að grófum bursta sé nuddað stöðugt á mjúkri húð, þar til hún verður rauð og næstum blæðir úr henni. Þú myndir gera þetta nokkrum sinnum á hverjum degi í fimm ár. Ef þú myndir þola þennan sársauka myndir þú að öllum líkindum vera með blæðandi og bólgna húð sem sýking ætti greiða leið í og sársaukinn myndi stigversna. Þetta er ágætis myndlíking til að gera sér grein fyrir því bólguferli sem gæti átt sér stað í líkamanum.

Segir hann matinn sem við látum ofan í okkur hafa sömu áhrif á æðaveggi líkamans. Blóðsykur líkamans rýkur upp og þegar sykrurnar tengjast prótínum byrja þær að rífa upp æðaveggina líkt og þeim væri strokið með sandpappír. Með því að nærast oft á unnum matvörum og skyndibita aukast líkurnar á því að bólgur myndist í æðaveggjum. Líkami okkar er ekki gerður til að vinna úr né melta mat sem er yfirfullur af einföldum kolvetnum og olíum með ómega 6 fitusýrur.

Ráðið er því að nærast á mat sem er hvað minnst unninn og draga úr notkun á óheilsusamlegum fitusýrum. Gleymdu þessum „vísindum“ sem búið er að berja inn í höfuðið á þér í áratugi. Mettuð fita ein og sér veldur ekki hjartasjúkdómum. Þar sem við getum að hækkað kólesteról veldur ekki hjartasjúkdómum eru áhyggjur af mettaðri fitu óþarfar. Með því að nærast á því sem amma gamla borðaði eru minni líkur á því að maður fái hjartasjúkdóma, að sögn hjartaskurðlæknisins sem rýnt hefur inn í æðakerfi um 5000 manna og kvenna.
*Pressan 9.3.2012

Hómópatískar remedíur hafa reynst mörgum gríðarlega vel sem stuðningur og til bættrar heilsu og vellíðan. Til að geta á sem bestan hátt fundið réttustu remedíuna sem hentar hverju tilfelli fyrir sig er mikilvægt að leita til reyndra meðferðaraðila og gefa skýra lýsingu á ástandi einstaklingsins. Skoða þarf alla þætti og öll einkenni sem hann sýnir með tilliti til almenns líkamlegs og andlegs ástands, ásamt staðsetningu og eðli verkja.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

 

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.