Undirmiga er nokkuð algeng meðal barna og geta margar ástæður legið að baki. Það er ekki óalgengt  að barn pissi í sig fram að sex ára aldri og er oft talað um að það sé síðasti hlekkurinn í klósettþjálfun. Hinsvegar getur streita og breytingar í umhverfi líka haft áhrif eins og til dæmis nýtt systkini, skilnaður foreldra, erfiðleikar varðandi skóla, hræðsla og einelti svo eitthvað sé nefnt.

Í flestum tilfellum er undirmiga ekki alvarlegt ástand en það veldur óþægindum bæði fyrir barnið og foreldra þess, auk þess sem það getur verið mjög hamlandi fyrir barnið. Algengt er að börn sem pissa undir vilji ekki taka þátt í æfingaferðum eða fótboltamótum vegna hræðslu við að vakna blaut að morgni.

Hvatningarkerfi með límmiðum eða broskallar á dagatal hafa gjarnan virkað vel sem umbunarkerfi  fyrir börn sem pissa undir.

Ýmsar hómópatískar remedíur hafa reynst vel fyrir börn sem pissa undir, en taka ber fram að hómópatía er einstaklingsbundin meðferð og því er ávallt heillavænlegast að ráðfæra sig við útlærðan hómópata til að leitast við að réttasta remedían verði fyrir valinu.


Causticum:
Gæti átt við ef barnið pissar undir fljótlega eftir að það er sofnað eða fyrrihluta nætur. Algengt er að undirmigan sé verri yfir vetrartímann eða við miklar veðrabreytingar og er jafnvel engin yfir sumartímann. Causticum gæti líka átt við þegar barn pissar í sig að degi til við það að hlæja, hósta eða hnerra. Barn sem þarf á Causticum að halda hefur ríka réttlætiskennd og getur verið hræðslugjarnt, meðal annars við myrkur eða við að eitthvað slæmt muni gerast.

Equisetum: Gæti reynst vel þegar ekki virðist vera nein sérstök ástæða fyrir undirmigunni og engin skýr einkenni eru sýnileg. Einnig hefur Equisetum reynst vel þegar búið er að prófa augljósar remedíur en þær ekki hjálpað.

Kreosotum: Gæti átt við ef barnið þarf skyndilega að pissa en nær ekki á klósettið. Kreosotum getur  einnig átt við þegar barnið pissar undir fyrri hluta nætur, barninu gæti jafnvel verið að dreyma að það sé að pissa á sama tíma. Barn sem þarf á Kreosotum að halda sefur mjög fast og erfitt er að vekja það.

Pulsatilla: Gæti átt við ef barnið hefur litla tilfinningu fyrir því hvenær það þarf að pissa. Barnið sefur á bakinu, oft með hendur yfir höfði eða á maganum. Meiri líkur eru á því að barnið pissi undir ef heitt og þungt loft er í herberginu. Barn sem þarf á Pulsatilla að halda er þægilegt í umgengni, er viðkvæmt og grætur auðveldlega við minnsta tilefni.

Sepia: Gæti átt við ef barnið pissar undir fyrri hluta nætur, það er fremur kulvíst og viðkvæmt fyrir veðrabreytingum. Barn sem þarf á Sepia að halda er oft einfari en það lifnar yfir því þegar það heyrir tónlist því það elskar að hreyfa sig og dansa.

Sulphur: Gæti átt við ef barnið pissar undir fyrri hluta nætur og er alltaf mjög heitt. Barnið sparkar oft af sér sænginni að nóttu til eða það sefur með fætur undan sænginni. Barn sem þarf á Sulphur að halda er oft þrjóskt og vill oftast ekki fara að sofa. Það hefur líflegt ímyndunarafl og dreymir oft mikla og ævintýralega drauma.

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook
Guðný Ósk hómópati á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku
Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.
Hómópatía á ensku
Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.
Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.