Mígreni er mjög slæmur höfuðverkur sem fylgt getur ógleði, sjóntruflanir og ljósfælni. Mígreni getur varað frá því að vera einu sinni í viku eða tvisar á ári og oft er þetta ættgengt.

Konur virðast frekar fá migreni og er það álitið tengjast lækkun á hormóninu estrógen, og virðast konar frekar fá mígreni kringum blæðingar, þegar estrógen magnið er lágt.

Það sem getur komið af stað mígreniskasti;  ofnæmi, harðlífi, streita, ójafnvægi í lifur, of mikill eða of lítill svefn, tilfinningasveiflur, hormóna ójafnvægi, ljósglampar, skortur á hreyfingu, breyting á loftþrýstingi, tannvandamál, lækkaður blóðsykur, því lægri sem blóðsykur er því verra er kastið.

 

5 stig mígrenis:

  1.  Degi fyrir kast þá getur borið á skapbreytingum, vandamálum með minni og jafnvel örðugleika í tali.
  2. Rétt fyrir kast fá sumir sjóntruflanir, sjá ljósglampa, eða sjá allt í móðu eða jafnvel eins og horft sé í brotinn spegil. Þetta kallast að sjá „áru“ svipað og flogaveikir sjá rétt fyrir flogakast. Mígreni sem byrjar með því að sjá „áru“ kallast klassískt mígreni en mígreni án áru kallast venjulegt mígreni.
  3. Höfuðverkur byrjar með sárum verk í höfði, annað hvort öðru megin eða báðum megin. Verkurinn getur líka flakkað á milli vinstri og hægri hliðar. Köstunum getur fylgt ógleði ásamt viðkvæmni í háls og höfuðkúpu. Augu verða viðkvæm fyrir ljósi og manneskja getur orðið ófær um að hreyfa sig vegna verkja.
  4. Höfuðverkur hverfur en ógleðin getur varað lengur.
  5.  Manneskja er þreytt eftir kastið og hefur mikla þörf fyrir hvíld og vill jafnvel bara sofa.

 

Bætiefni:

Kalk og magnesíum, Q-10 og B vítamín svo eitthvað sé nefnt.

 

Remedíur:

BRYONIA, AGAR, ANT-C, ASAF, CHIN, COFF, GELS, IGN, IP, IRIS, LAC-C, NUX-V, PHOS, PULS, SANG, SIL, THUJA, ZINC.

Endilega ráðfærið ykkur við hómópata til að fá nánari upplýsingar um remedíurnar.

 

Mataræði:

Borða litlar máltíðir.  Alls ekki missa úr máltíðir.

Forðast einföld kolvetni en auka prótein.

Borða möndlur, möndlumjólk, steinselju, fennel, lauk og ferskan ananas.

Sleppa fæðu sem inniheldur tyramine; og einnig  forðast avocado, banana, bjór, kál, fisk úr dós (sardínur), mjólkurvörur, eggaldin, harða osta, kartöflur, plómur, tómata, áfengi , ger, gosdrykki, og MSG.  Forast saltan feitan steiktan mat.

 

Annað:

Hreyfa sig reglulega.

Nudda háls og höfuð daglega.

Það sem gefur til kynna að þú gætir hugsanlega verið með mígreni er að höfuðverkjum fylgir ógleði og  viðkvæmni fyrir ljósi, hljóðum, lykt og stundum nefrennsli.

En til að vera viss er ráðlegt að fá greiningu hjá lækni.

Lesa meira um höfuðverki hér.

Sigurbjörg Jóna Traustadóttir tók saman
Tímapantanir í síma: 6906001
Tölvupóstur: sjt1958@live.com

 

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.