Heilsuástand kvenna – Eru greiningar alltaf réttar?

Þekkt er meðal kvenna að hlustun getur verið ábótavant þegar þær sækja sér þjónustu í heilbrigðiskerfinu vegna kvilla sinna og oft finna þær fyrir fordómum og upplifa sig sem „móðursjúkar“ fyrir það eitt að reyna að sækja sér svör við einkennum sínum og líðan. Einnig er staðreyndin sú að það er svo gríðarlegt álag í heilbrigðiskerfinu sem gerir heilbrigðisstarfsmönnum erfiðara fyrir að geta ekki gefið sjúklingum nægan tíma til að hlusta á þá og þá í framhaldinu að greina rétt.


Fordómar eða vanþekking? Er hlustað á heilsugæslunni?
Er tíminn nægur sem gefinn er þegar mætt er á heilsugæslustöðina? Þekkja starfsmenn heilbrigðiskerfisins öll einkenni?


Greiningar eins og vefjagigt, síþreyta og kulnun eru mikið í umræðunni, sem er gott og nauðsynlegt þar sem umræða leiðir alltaf til betri og dýpri þekkingar og skilnings á heilsuástandi kvenna. Allar þessar greiningar, ásamt breytingaskeiði hafa fjölmörg einkenni sem hafa víðtæk áhrif á heilsufar og almenna líðan kvenna, ásamt þeim óþægilegu og oft lamandi afleiðingum sem fylgja minni orku og minnkandi virkni, þ.m.t. töpuðum vinnustundum, takmarkandi þátttöku í félagslífi og samveru með sínum nánustu.

Einkenni og upplifun kvenna í eftirfarandi greiningum eru á margan hátt svipuð og oft nánast þau sömu. Einnig getur sama konan verið að ganga í gegnum fleiri en eitt „skeið/ástand/kvilla“ á sama tíma t.d. sökum aldurs og því gæti verið erfitt að segja til um nákvæma greiningu í stuttum viðtölum á heilsugæslunni.


Vefjagigt – það eru nánast eingöngu konur sem fá þessa greiningu
Síþreyta
– er ört stækkandi hópur beggja kynja, en konur eru þó í meirihluta
Kulnun –  konur um og yfir fimmtugt mælast í miklum meirihluta
Breytingaskeið kvenna – mjög vítt aldursbil kvenna

Einnig má nefna nýjustu greininguna sem enn hefur ekki fengið gott íslenkst nafn og því talað um BII einkenni. Þar má finna fjölda kvenna sem upplifir mörg svipuð einkenni og koma fram í ofangreindum greiningum, en samsvara sér ekki með þeirri greiningu sem þær fá og verða ekki betri þrátt fyrir meðhöndlun og lyf. Eins og með fjölda annarra greininga sem hafa komið fram undanfarna áratugi, eru nú í upphafi skiptar skoðanir um hvort þessi nýja greining eigi rétt á sér og sem oft áður, benda sumir á móðursýki og múgæsingu í hópum kvenna á samfélagsmiðlum. Þarna komum við kannski aftur að fordómum, skorti á hlustun og vanþekkingu heilbrigðisstarfsmanna.

Hvað eru BII einkenni?

BII (Breast Implant Illness)  – einkenni vegna íhluta í líkamanum eins og t.d. brjóstapúða getur einnig verið um að ræða aðra íhluti , stoðnet og annað

Aukning á innsetningu íhluta og þá sérstaklega brjóstapúða hefur verið gífurleg á undanförnum áratugum. Þúsundir þeirra kvenna sem hafa farið í slíka uppbyggingu finna fyrir mikilli breytingu á heilsu sinni og líðan til hins verra, eftir slíkar aðgerðir. Misjafnt er hve langur tími líður frá aðgerð og misjafnt er hve mikil áhrif einkennin hafa á konurnar. Nú er vakning og umræða um BII einkenni verður meiri með hverri vikunni sem líður, komið hefur í ljós að alltof stór hluti þessara kvenna upplifir mikla vanlíðan og jafnvel algjört hrun á einhverjum tímapunkti eftir að púðar hafa verið settir í brjóst þeirra, margar bæði líkamlega og andlega.

Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru mikil líkindi með þekktum einkennum hverrar greiningar sem talað er um hér að ofan  – tekið skal fram að einkennalistinn er fjarri því að vera tæmandi í þessari töflu.

Velta má upp ýmsum spurningum varðandi greiningar eða vangreiningar á BII einkennum og þá hvort að konur hafi jafnvel fengið ranga greiningu vegna vanþekkingar um BII einkenni:

  • Eru til tölur um hve stórt hlutfall kvenna sem glíma við einkenni ofangreindra kvilla hafi einhvers konar íhluti í líkamanum? (Samanber tölur sem til eru um háa prósentutölu kvenna sem upplifa kulnun).
  • Eru til tölur um hve margar konur á Íslandi hafa farið í aðgerðir til að setja brjóstapúða eða einhvers konar íhluti í líkamann?
  • Eru einhverjar rannsóknir í gangi í heilbrigðiskerfinu sem taka á heilsufari kvenna m.t.t. íhluta í líkamanum, almenna líðan og heilsufar eftir slíkar aðgerðir?
  • Gæti verið að konur almennt séu ranglega greindar eða vangreindar m.a. vegna lakrar hlustunar og fordóma í kerfinu?

Fjöldi kvenna á Íslandi hafa nú þegar farið í eða eru að fara í aðgerð til að láta fjarlægja púða úr brjóstum og allar eru þær að leita eftir svörum um hvort mælanleg tenging sé á milli hrakandi heilsufars eftir brjóstauppbyggingu/-stækkun og brjóstapúðanna. Fjöldi þessara kvenna hafa endurheimt heilsuna að hluta, aðrar náð fullum bata og losnað við aðrar greiningar sem voru nefndar hér að ofan. Er það tilviljun eða var um vangreiningu að ræða?

Rannsóknir vantar fyrir heilbrigðiskerfið og fyrir allar þær konur sem hugsanlega velkjast vangreindar eða ranglega greindar í kerfinu.

FDA í Bandaríkjunum hefur núþegar afturkallað alla Allergan brjóstapúða með hrjúfu yfirborði, líkt og var gert við PiP-púðana, á meðan þeir púðar eru taldir öruggir hérlendis og  sagðir eiga að duga ævilangt.

Mikilvægt er að vekja athygli á þessu og ýta undir umræður í þjóðfélaginu og ekki síður að skoða málið heildrænt, fyrir van- eða ranglega greindar konur og sem forvörn fyrir konur sem velta fyrir sér að fara í íhlutaaðgerðir, þar sem þeim er almennt ekki tjáð um hugsanlegar aukaverkanir af brjóstapúðum og öðrum íhlutum, fyrir aðgerðir. Enda eru allar slíkar upplýsingar í umbúðum púðanna sem konan sjaldnast sér, hvorki fyrir né eftir aðgerð.

Ýmsar ítarupplýsingar má finna hér:

www.doktor.is
www.visindavefur.is
www.virk.is
www.vefjagigt.is
www.fda.gov
https://healingbreastimplantillness.com/

og á þessum fb-grúbbum:

BII Ísland – https://www.facebook.com/groups/210654899849152/

Breast Implant Illness – Nicola https://www.facebook.com/groups/Healingbreastimplantillness/

Sjálfshjálparbækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu, er hægt að nálgast í vefsölu www.htveir.is

Guðný Ósk Diðriksdóttir tók saman.
gudnyosk@heildraenheilsa.is
www.htveir.is
www.heildraenheilsa.is
Heildræn heilsa – htveir á facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Hómópatía á íslensku

Bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu má nálgast hér og einnig sem rafbók á Amazon.

Hómópatía á ensku

Bókin Pregnancy and Childbirth with Homeopathy er þriðja bók Heildrænnar heilsu. Hægt er að panta eintak frá Amazon og einnig sem rafbók.

Kynningar fyrir hópa

Ýmsar sérhæfðar kynningar eru í boði: Meðganga og fæðing með hómópatíu, Ungbarnið og fyrstu árin með hómópatíu, Í ferðalagið með hómópatíu, Skyndiaðstoð með hómópatíu, Sérhannaðar kynningar fyrir þinn hóp.