Útgáfa

htveir er útgáfufélag sem stofnað var árið 2010. htveir gefur út sjálfshjálparbækur um hómópatíu á íslensku til að koma á móts við aukna eftirspurn eftir heildrænum meðferðum landans. Með útgáfu slíkra bóka verður auðveldara fyrir alla að nálgast grunnþekkingu í þessum fræðum.

Hómópatía á íslensku

Hómópatía er gamalt og rótgróið meðferðarform sem er vel þekkt víða um lönd, enda eru um 430 milljónir manna sem nýta sér hómópatíu á heimsvísu. Hómópatía kom til Íslands um miðja nítjándu öld og var nokkuð útbreidd hér á landi allt þar til um miðja tuttugustu öld þegar starfandi hómópötum fækkaði hratt sökum aldurs og hætta var á að kunnátta um fræðin myndi tapast frá landinu. Lífi var blásið aftur í fræðin hér á Íslandi árið 1993 þegar hópur fólks sótti sér nám í hómópatíu og síðan þá, hafa útskrifast um 80 hómópatar hér á landi. Það sem vantaði hinsvegar sárlega var aðgengilegt efni á íslensku fyrir almenning um hómópatíu, bæði til að hafa greiðari aðgang til að kynna sér hugmyndafræðina og einnig til að eiga kost á að geta flett upp og borið saman remedíur til að geta hjálpað sér og sínum nánustu.

Guðný Ósk Diðriksdóttir og Anna Birna Ragnarsdóttir, tóku af skarið og settust við skriftir til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir fræðiefni um hómópatíu á íslensku. Með útgáfu bókanna er auðveldara að nálgast grunnþekkingu og geta þannig tekist á við helstu kvilla sem kunna að gera vart við sig í amstri dagsins á aðgengilegan hátt.

Hægt er að nálgast bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu í vefverslun htveir.


Barnið og uppvaxtarárinBarnið og uppvaxtarárin með hómópatíu

er frábær búbót fyrir allt fjölskyldufólk sem vill fræðast um og nýta sér þessa aldagömlu, áhrifaríku og mildu náttúrumeðferð.

Í bókinni er tekið á rúmlega þrjátíu atriðum sem upp geta komið á uppvaxtarárum barna og hvernig má á auðveldan hátt takast á við einkenni þeirra heima við.

Meðal fjölda annarra kvilla er tekið á magakrömpum, eyrnabólgum, kvefi, hósta, hita, hálsbólgu, kossageit, meltingarkvillum, undirmigu, tanntöku, vörtum, lús og njálgi.

Ítarlegur kafli er um Bráðahjálp, sem kemur sér vel á ferðalögum og ef um minniháttar slys er að ræða.

Í seinni hluta bókarinnar eru settar upp aðgengilegar samanburðartöflur sem auðvelda val á milli remedía eftir þeim einkennum sem eiga við í hverju tilfelli fyrir sig.

Meðganga og fæðing með hómópatíu

Sjálfshjálparbók sem þessi er ómissandi fyrir allar þær konur sem vilja taka meiri ábyrgð á eigin heilsu á mildan og áhrifaríkan hátt.

Í bókinni er tekið á mörgum af þeim kvillum sem konur geta þurft að takast á við á meðgöngu, í fæðingarferlinu sjálfu og fyrstu dagana eftir að hún hefur eignast barn. Má til dæmis nefna morgunógleði, bjúg, meltingarójafnvægi, sinadrætti, bakverki, gyllinæð, fæðingarþunglyndi, brjóstabólgu, þvagteppu, ásamt fjölda annarra kvilla sem teknir eru fyrir.

Það er val hverrar konu hvernig hún vill takast á við sína líðan á sinni meðgöngu. Hómópatía er kostur sem vert er að kynna sér.

Comments are closed.

BELLADONNA

BELLADONNA

Er gjarnan notað í miklum sótthita og bráðri bólgu sem leiða kann til sýkingar. Einkennin birtast alltaf skyndilega. Þegar í byrjun geta þau verið ofsafengin, með hita, þurrki, roða og sársauka sem ýmist einkennist af léttum eða þungum æðaslætti.
NUX VOMICA

NUX VOMICA

Hentar vel þeim sem komnir eru á ystu nöf vegna vinnuálags og minnsta tilefni veldur óheyrilegum pirringi. Birta, hávaði og kuldi er allra verst. Eftirköst vegna þungmeltrar fæðu og drykkja.