Hómópatía

Hómópatía, stundum kölluð smáskammtalækningar, er heildræn náttúrumeðferð sem ætlað er að koma á jafnvægi einstaklingsins til líkama og sálar með því að virkja hans eigin lækningamátt. Líkaminn er í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur. Hæfileikinn til sjálfsheilunar kemur frá orkulind, sem við köllum lífskraftinn, öðru nafni Vital force, Lebenskraft, Chi eða Prana, allt eftir því úr hvaða menningarsamfélagi við komum, en öll getum við verið sammála um að við höfum þennan kraft.

Sjúkdómar eða einkenni koma í ljós þegar líkaminn er í ójafnvægi einhverra hluta vegna. Einkennin birtast sem viðbrögð við áreiti og álagi og eru merki um viðleitni líkamans til að ná aftur jafnvægi og heilsu. Heilsa einstaklingsins ræðst því af hæfileika hans til að aðlagast þessu áreiti og álagi. Þetta er ástæða fyrir því að hómópatar lækna ekki fólk, heldur leitast við að koma lífsorkunni í jafnvægi svo manneskjan sjálf geti náð heilsu á sinn eigin hátt.

Hægt er að setja upp myndlíkingu til að útskýra þetta í einföldu máli. Segjum að líkaminn sé bíll sem hafi orðið rafmagnslaus. Hómópatía mundi þá vera startið sem bíllinn fær, en hann heldur síðan áfram að hlaða sig og ná fullri hleðslu.

Hér getur þú séð myndband af vefnum doktor.is um hómópatíu:  Hómópatía – hvað er það?


Uppruni hómópatíu

Hómópatía er gömul náttúrumeðferð, sem var mikið notuð í sveitum Íslands hér áður fyrr, margir af eldri kynslóðinni muna vel eftir hómópötunum sem störfuðu af mikilli manngæsku og seiglu og hjálpuðu fjölda mörgum og þá sérstaklega þeim sem minna máttu sín og höfðu ekki efni á að fara til Reykjavíkur að leita sér lækninga.

Hómópatía byggist á hugmyndinni um að „líkt lækni líkt“. Þessi grundvallarhugmynd hefur verið þekkt síðan á tímum Hippókratesar hins gríska sem var uppi um 450 fyrir Krist og nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar. Hann gerði sér grein fyrir að það væru tvær leiðir til lækninga, leið andstæðna og leið hliðstæðna. Leið hliðstæðna er hómópatíska aðferðin.

Rúmlega þúsund árum seinna notaði Paracelsus (1493-1541), svissneskur efnafræðingur, sömu lækningaaðferð, grundvallaða á hugmyndinni um að „líkt lækni líkt“. Hans meðferðir einkenndust af samhug og góðmennsku við þá sem minna máttu sín og starfaði hann líkt og íslensku hómópatarnir gerðu hér á árum áður. Haft er eftir honum „meðhöndlaðu og komdu í veg fyrir sýkingu, þá sér líkaminn um að lækna sárið á sinn náttúrulega hátt“.

Á átjándu öld þróaðist hómópatía eins og hún er stunduð í dag, fyrir tilstilli þýska læknisins og efnafræðingsins Dr. Samuel Hahnemann (1755-1843). Hann hafði starfað árum saman sem vel virtur læknir, en fengið sig fullsaddan af þeim lækningaaðferðum sem notaðar voru á þeim tímum, eins og blóðtökum, þar sem sjúklingum var látið blæða, til að freista þess að sýkingunni blæddi í burtu. Hann uppgötvaði á tímum malaríu, að með inntöku á kínin komu fram á honum, sömu einkenni og hjá malaríusmituðum einstaklingi, þótt að hann væri ósmitaður. Þessi einkenni hurfu svo aftur um leið og að hann hætti inntöku efnisins. Þessi uppgötvun varð til þess að hann fór að prófa fleiri efni og sú þekking sem hann safnaði saman er grunnur þessarar mildu og áhrifaríku náttúrumeðferðar eins og hún er notuð í dag.

Comments are closed.

PULSATILLA

PULSATILLA

Gagnast oft vel við slímhúðarvandamálum sem versna við neyslu þungmeltrar, fituríkrar fæðu og í hita, en lagast við hreyfingu og í fersku lofti.
ARNICA

ARNICA

Remedía nr. 1 við hvers kyns meiðslum og áverkum en hún dregur úr mari, stöðvar blæðingu og léttir á áfallaeinkennum, allt í senn.
ARGENTUM NITRICUM

ARGENTUM NITRICUM

Er ein besta remedían gegn kvíða vegna einhvers sem í vændum er, sérstaklega þegar stöðugar áhyggjur eru af því að eitthvað muni fara úrskeiðis varðandi komandi atburða.