Remedíur

Hómópatar nota svokallaðar remedíur, örefni sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru notaðar það mikið útþynntar að ekki er talað um þær sem eiginlegt efni, heldur hvata. Remedíum er oft líkt sem lyklum. Sé röngum lykli beitt lýkst skráin ekki upp. Það gerist ekkert og sé remedían ekki tekin þeim mun oftar veldur hún engum skaða.


Ráðlögð notkun

Við notkun á remedíum skal alltaf hafa í huga að hvert tilfelli er einstakt og því þarf skammturinn hverju sinni að vera í samræmi við tiltekin einkenni til að geta létt á þeim. Það er mikilvægt að einbeita sér að þeim einkennum sem eru mest áberandi og miklu máli skiptir að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin til hins betra eða verra. Ávallt skal hætta inntöku þegar einkenni fara að minnka.

Til að tryggja sem besta virkni ætti hvorki að borða né drekka samtímis eða nærri inntöku remedía.

Til viðmiðunar má hafa eftirfarandi skammta í huga:

Í bráðatilfellum skal taka 1 kúlu á 15 mínútna fresti ef einkenni eru mjög sterk, annars á 2ja klukkustunda fresti og allt að 6 skammta ef einkennin eru minni. Alltaf skal hætta inntöku strax er dregur úr einkennum.

Ávallt skal hafa í huga að ástand og einkenni geta breyst umtalsvert og oft hratt í bráðatilfellum. Við val á bestu remedíunni er því mjög mikilvægt að einbeita sér fyrst og fremst að því sem hrjáir viðkomandi og þeim einkennum sem hann sýnir þá stundina. Ekki er síður mikilvægt að taka vel eftir því sem hefur áhrif á einkennin, bæði til hins betra og hins verra.

Ef einkenni eru stöðug eða ekki eins bráð, ætti að taka 1 kúlu 3 sinnum á dag en hætta inntöku þegar dregur úr einkennum.

Comments are closed.

ARSENICUM

ARSENICUM

Er sérlega góð remedía gegn magakveisu eins og þeirri sem gjarnan verður vart á ferðalögum. Dæmigerð einkenni eru iðrakvef með niðurgangi, kviðverkir, mikill þorsti þó aðeins hægt að drekka í litlum sopum, mikill kuldahrollur, erfitt að halda á sér hita og ef til vill sótthiti.
ACONITUM NAPPELUS

ACONITUM NAPPELUS

Gagnast mjög vel í öllum neyðartilvikum og einnig á fyrstu stigum sýkingar svo sem í upphafi kvefs, hálsbólgu eða eyrnaverks, einkum ef kaldur og þurr vindur eða mengun í andrúmslofti er líkleg orsök.
HEPAR SULPHURIS

HEPAR SULPHURIS

Frábær remedía gegn sýkingum sem í er þroti og gjarnan vilsar úr, jafnvel illa lyktandi gröftur. Mikil viðkvæmni fyrir snertingu og kulda. Skerandi/nístandi sársauki fylgir þessum einkennum.