Ráðgjöf

Meðferð hjá hómópata hefst á ítarlegu viðtali þar sem viðkomandi greinir frá líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ástandi sínu. Viðtalið miðar að því að finna remedíu sem gagnast til þess að ná fram heildarjafnvægi hjá einstaklingnum. Hómópati sjúkdómsgreinir ekki, heldur vinnur hann með þau einkenni sem koma fram hjá viðkomandi bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Lengd meðferðar getur verið eins breytileg og einstaklingarnir eru margir. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir fyrsta viðtal hjá hómópata. Gott er að hafa upphugsað og sett á blað þau atriði sem að þú vilt sérstaklega ræða um þig og heilsu þína.

  1. Listaðu upp einskonar tímalínu þar sem þú hefur sett inn sjúkdómasögu þína, aðgerðir og áföll.
  2. Gott er að hafa spurst fyrir um og skrifað niður helstu arfgenga sjúkdóma sem eru í sögu foreldra og annarra forfeðra.
  3. Listaðu upp helstu áreitisvalda og ofnæmi.
  4. Gott er að hafa hugsað um og sett niður á blað hvað það er sem þú sækist mest í og hvað þér líkar alls ekki. Hvort þú ert yfirleitt kulvís eða heitfengur, drauma þína og væntingar til lífsins.

Hafir þú unnið slíka heimavinnu áður en þú mætir í fyrsta sinn, eru mun meiri líkur á að rétta remedían sem hentar þér verði fyrir valinu og því hægt að ná skjótari bata og betra jafnvægi.

Comments are closed.

ARSENICUM

ARSENICUM

Er sérlega góð remedía gegn magakveisu eins og þeirri sem gjarnan verður vart á ferðalögum. Dæmigerð einkenni eru iðrakvef með niðurgangi, kviðverkir, mikill þorsti þó aðeins hægt að drekka í litlum sopum, mikill kuldahrollur, erfitt að halda á sér hita og ef til vill sótthiti.
ACONITUM NAPPELUS

ACONITUM NAPPELUS

Gagnast mjög vel í öllum neyðartilvikum og einnig á fyrstu stigum sýkingar svo sem í upphafi kvefs, hálsbólgu eða eyrnaverks, einkum ef kaldur og þurr vindur eða mengun í andrúmslofti er líkleg orsök.
HEPAR SULPHURIS

HEPAR SULPHURIS

Frábær remedía gegn sýkingum sem í er þroti og gjarnan vilsar úr, jafnvel illa lyktandi gröftur. Mikil viðkvæmni fyrir snertingu og kulda. Skerandi/nístandi sársauki fylgir þessum einkennum.