Guðný Ósk Diðriksdóttir
Hómópati LCPH, MARH
Skráður græðari
Guðný Ósk lærði hómópatíu við The College of Practical Homeopathy, í Bretlandi, 1999-2003. Guðný Ósk hefur starfað sem hómópati á Íslandi frá útskrift, fyrir utan árin 2006-2010 er hún starfaði í Rússlandi og Þýskalandi.
Guðný Ósk hefur sótt mikinn fjölda námskeiða, bæði hérlendis og erlendis, til að viðhalda og auka við kunnáttu sína á hómópatíu og öðrum tengdum greinum sem stuðla að heildrænni heilsu.
Guðný Ósk er margra barna móðir og amma, fjölskyldan er henni mikils virði og fjölmennar fjölskyldusamverustundir eru henni endurnærandi og orkueflandi innblástur.
Guðný Ósk er annar höfundur bókanna, Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu sem útgáfufélag Heildrænnar heilsu, htveir útgáfa, gaf út árin 2010 og 2011. Meðfram útgáfu fyrstu bókarinnar árið 2010 var vefurinn www.htveir.is settur í loftið og hefur mikið og fjölbreytt efni eftir Guðnýju Ósk, um heildræna heilsu, næringu, jákvæð fjölskyldugildi og hómópatíu, verið birt á vefnum og einnig verið endurbirt víða á veraldarvefnum. Vorið 2017 gaf hún einnig út fyrstu bókina á ensku Pregnancy and Childbirth with Homeopathy sem fáanleg er á Amazon, einnig eru allar bækurnar 3 fáanlegar sem ebók (kindle) á Amazon.
Ásamt því að starfa sem hómópati, rekur Guðný Ósk Heildræna heilsu ehf, heldur úti vefsíðunni www.heildraenheilsa.is og gefur út fréttabréf um heildræna heilsu. Hún skrifar greinar um hómópatíu og heilsutengt efni, bæði fyrir íslenska og erlenda miðla, ásamt því að sinna ýmsum félagsstörfum í þágu hómópatíunnar og starfar nú sem formaður Organon, fagfélags hómópata á Íslandi.
Guðný Ósk hefur haldið fjölda námskeiða tengd hómópatíu og staðið fyrir námskeiðahaldi erlendra fyrirlesara hérlendis. Hún hefur setið í stjórn Organon, fagfélags hómópata á Íslandi til fjölda ára og í stjórn Bandalags íslenskra græðara. Guðný Ósk er einn af stofnendum hómópatíuskóla á Íslandi, Iceland School of Homeopathy.
Ýmsar góðar upplýsingar um hómópatíu má einnig finna hér: Heildræn heilsa.
Tímapantanir og upplýsingar í síma: 895 6164
Tölvupóstur: gudnyosk”hjá”heildraenheilsa.is